Löng biðröð hefur myndast við hjólbarðaverkstæði víða um höfuðborgarsvæðið og er farið að valda verulegum umferðartöfum, þar á meðal á stofnbrautum.
Að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur ástandið orðið svo alvarlegt að lögregla hefur hafið aðgerðir til að vísa ökumönnum frá þar sem biðraðir teygja sig út á stofnleiðir.

Dæmi um þetta er við Skútuvog í Reykjavík, þar sem minnst tvö hjólbarðaverkstæði eru. Strax fyrir klukkan 9 í morgun voru langar raðir farnar að myndast við verkstæðin, sem í öðru tilfellinu náði alla leið upp á gatnamót Holtavegar og Sæbrautar.
Lögreglan leggur nú sérstaka áherslu á að halda stofnbrautakerfinu opnu. Þegar tilkynningin var send voru tæki á leið á Kringlumýrarbraut við Bústaðaveg til að fjarlægja vanbúin ökutæki sem stöðva hluta umferðar í átt til Reykjavíkur.
Vegna þessa hafa bílaraðir náð alla leið til Garðabæjar. Einnig hefur …














































Athugasemdir