Greiddu stjórnendaráðgjafa milljónir fyrir húsgagnaráðgjöf

Stjórenda­ráð­gjafi hef­ur feng­ið 190 millj­ón­ir króna frá embætt­um und­ir stjórn Sig­ríð­ar Bjark­ar Guð­jóns­dótt­ur rík­is­lög­reglu­stjóra. Millj­ón­ir voru greidd­ar fyr­ir að­stoð og ráð­gjöf um gard­ín­ur, val á sorp­flokk­unarí­lát­um og pæl­ing­ar um upp­setn­ingu á pílu­spjöld­um.

Greiddu stjórnendaráðgjafa milljónir fyrir húsgagnaráðgjöf
Ríkislögreglustjóri Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri hefur ráðið Intru ráðgjöf til aðstoðar bæði hjá embættinu sem hún stýrir nú og hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Mynd: Golli

Ráðgjafafyrirtæki hefur á undanförnum árum fengið 190 milljóna króna greiðslur frá tveimur embættum undir stjórn Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra. Stærstur hluti hefur verið greiddur af embætti Ríkislögreglustjóra, sem hefur greitt fyrirtækinu 160 milljónir króna. Frá þessu greinir RÚV.

Á bak við Intru ráðgjöf er Þórunn Óðinsdóttur, sérfræðingur í Lean Managment. Verkefnin sem hún vann fyrir embættin snérust fyrst og fremst að stjórnendaráðgjöf og -þjálfun. Á síðari stigum fóru þau hins vegar líka að snúa að umsýslu í kringum fasteignamál embættisins. 

Samkvæmt útreikningum fréttastofu RÚV nam umfang vinnunnar sem Intra sinnti fyrir embætti Ríkislögreglustjóra um 4.800 klukkustundum. Mikill hluti þeirrar vinnu hafi átt sér stað eftir að verkefni óskyld upphaflegri stjórnunarráðgjöf bættust við samninginn.

Í frétt RÚV kemur fram að á fyrstu sex mánuðum þessa árs hafi ráðgjafafyrirtæki Þórunnar fengið greitt fyrir hátt í þúsund klukkustundir. Það jafngildir fullri dagvinnu á hálfu ári. Fyrir þessa vinnu hafi embætti ríkislögreglustjóra greitt tæpar 33 milljónir króna. 

Meðal verkefna sem Þórunn rukkaði fyrir voru að skoða húsgögn í IKEA og Jysk, ígrunda hvar væri hægt að setja upp píluspjöld, koma með tillögur að sorpflokkunarílátum og senda beiðni um að breyta heitum á fundarherbergjum. Sama tímagjald var á þessum verkefnum og stjórnendaráðgjöfinni; 36 þúsund krónur með virðisaukaskatti, á hverja vinnustund. 

Á sama tíma þurfti embættið að óska eftir 80 milljóna króna viðbótarfjárveitingu á fjáraukalögum síðastliðið sumar til að standa undir kostnaði við nýliðanámskeið fyrir sérsveit lögreglunnar, námskeið sem annars hefði fallið niður.

Til samanburðar bendir RÚV á að á fjögurra ára tímabili, 2018 til 2021, greiddi heilbrigðisráðuneytið alls 55 milljónir króna fyrir alla aðkeypta ráðgjöf, og dómsmálaráðuneytið 86 milljónir. Greiðslur ríkislögreglustjóra til Intru á aðeins rúmum tveimur árum, frá 2023 til þessa árs, nema hins vegar 92 milljónum króna.

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
3
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár