Greiddu stjórnendaráðgjafa milljónir fyrir húsgagnaráðgjöf

Stjórenda­ráð­gjafi hef­ur feng­ið 190 millj­ón­ir króna frá embætt­um und­ir stjórn Sig­ríð­ar Bjark­ar Guð­jóns­dótt­ur rík­is­lög­reglu­stjóra. Millj­ón­ir voru greidd­ar fyr­ir að­stoð og ráð­gjöf um gard­ín­ur, val á sorp­flokk­unarí­lát­um og pæl­ing­ar um upp­setn­ingu á pílu­spjöld­um.

Greiddu stjórnendaráðgjafa milljónir fyrir húsgagnaráðgjöf
Ríkislögreglustjóri Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri hefur ráðið Intru ráðgjöf til aðstoðar bæði hjá embættinu sem hún stýrir nú og hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Mynd: Golli

Ráðgjafafyrirtæki hefur á undanförnum árum fengið 190 milljóna króna greiðslur frá tveimur embættum undir stjórn Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra. Stærstur hluti hefur verið greiddur af embætti Ríkislögreglustjóra, sem hefur greitt fyrirtækinu 160 milljónir króna. Frá þessu greinir RÚV.

Á bak við Intru ráðgjöf er Þórunn Óðinsdóttur, sérfræðingur í Lean Managment. Verkefnin sem hún vann fyrir embættin snérust fyrst og fremst að stjórnendaráðgjöf og -þjálfun. Á síðari stigum fóru þau hins vegar líka að snúa að umsýslu í kringum fasteignamál embættisins. 

Samkvæmt útreikningum fréttastofu RÚV nam umfang vinnunnar sem Intra sinnti fyrir embætti Ríkislögreglustjóra um 4.800 klukkustundum. Mikill hluti þeirrar vinnu hafi átt sér stað eftir að verkefni óskyld upphaflegri stjórnunarráðgjöf bættust við samninginn.

Í frétt RÚV kemur fram að á fyrstu sex mánuðum þessa árs hafi ráðgjafafyrirtæki Þórunnar fengið greitt fyrir hátt í þúsund klukkustundir. Það jafngildir fullri dagvinnu á hálfu ári. Fyrir þessa vinnu hafi embætti ríkislögreglustjóra greitt tæpar 33 milljónir króna. 

Meðal verkefna sem Þórunn rukkaði fyrir voru að skoða húsgögn í IKEA og Jysk, ígrunda hvar væri hægt að setja upp píluspjöld, koma með tillögur að sorpflokkunarílátum og senda beiðni um að breyta heitum á fundarherbergjum. Sama tímagjald var á þessum verkefnum og stjórnendaráðgjöfinni; 36 þúsund krónur með virðisaukaskatti, á hverja vinnustund. 

Á sama tíma þurfti embættið að óska eftir 80 milljóna króna viðbótarfjárveitingu á fjáraukalögum síðastliðið sumar til að standa undir kostnaði við nýliðanámskeið fyrir sérsveit lögreglunnar, námskeið sem annars hefði fallið niður.

Til samanburðar bendir RÚV á að á fjögurra ára tímabili, 2018 til 2021, greiddi heilbrigðisráðuneytið alls 55 milljónir króna fyrir alla aðkeypta ráðgjöf, og dómsmálaráðuneytið 86 milljónir. Greiðslur ríkislögreglustjóra til Intru á aðeins rúmum tveimur árum, frá 2023 til þessa árs, nema hins vegar 92 milljónum króna.

Kjósa
22
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Helgi Guðmundsson skrifaði
    Nú eru góð ráð dýr.
    0
  • JL
    Jón Logi skrifaði
    Þetta er allt komið i góðan og eðlilegan farveg. Búið að ráða vinkonuna í fullt job hjá embætinu, þannig að allir geti unað glaðir við sitt.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár