Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Segir Snorra kynna „mjúka útgáfu“ af rasískri samsæriskenningu

Stjórn­ar­mað­ur í Efl­ingu seg­ir það „rasíska draumóra“ að inn­fædd­um sé skipt út fyr­ir inn­flytj­end­ur. Snorri Más­son, vara­formað­ur Mið­flokks­ins, seg­ir mik­il menn­ing­ar­verð­mæti tap­ast ef „heima­menn“ lenda í minni­hluta á Ís­landi.

Segir Snorra kynna „mjúka útgáfu“ af rasískri samsæriskenningu
Snorri Másson og Ian McDonald Varaformaður Miðflokksins skrifaði grein um hrun vestrænnar siðmenningar.

Stjórnarmaður í Eflingu segir Snorra Másson, varaformann Miðflokksins, boða hvíta þjóðernishyggju og draga athyglina frá raunverulegum vandamálum í samfélaginu.

Snorri skrifaði grein í Viðskiptablaðið í vikunni þar sem hann sagði hrun vestrænnar siðmenningar vofa yfir og „heimamenn“ lenda í minnihluta á Íslandi að óbreyttu eftir nokkra áratugi. Mikil menningarverðmæti muni tapast við það að innflytjendum fjölgi á kostnað innfæddra.

„Snorri Másson vill að þú trúir því að lækkandi fæðingartíðni á Íslandi og vaxandi innflytjendafjöldi séu á einhvern hátt tengd,“ skrifar Ian McDonald, stjórnarmaður í Eflingu, í umræðuhópinn Rauða þráðinn á Facebook. Greinin er á ensku en tilvitnanir í þýðingu blaðamanns „Við skulum kalla það það sem það er. Þetta eru ekki samfélagslegsumræða. Þetta er mjúk útgáfa af samsæriskenningunni um „Great Replacement“, rasískum draumórum um að hvítum eða „innfæddum“ íbúum sé skipt út fyrir útlendinga.“

„Þetta er hvít þjóðernishyggja klædd sem lýðfræðilegt áhyggjuefni“

Hann segir þessa hugmynd vera ranga. „Þetta …

Kjósa
88
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ólst upp við listamannslíf og laus við kassahugsun
4
Viðtal

Ólst upp við lista­manns­líf og laus við kassa­hugs­un

Þór­dís Hólm Fil­ips­dótt­ir er dótt­ir rit­höf­und­ar og mynd­list­ar­manns og í upp­eld­inu skiptu orð miklu máli. Skrif eru hluti af líf­inu, sem er eins og mynd­rænt ljóð, þar sem skipt­ast á skin og skúr­ir. Áhrif seinni heims­styrj­ald­ar­inn­ar mót­uðu fjöl­skyldu­sög­una, hún leit­aði ung út í heim og flutti seinna með ung­barn og ung­lings­dótt­ur til Afr­íku. Strax í æsku lærði hún að lifa ut­an ramm­ans og stund­ar nú heild­ræn­ar lækn­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár