Þrjár konur kvartað undan áreitni starfsmanns RÚV

Stjórn­end­um hjá Rík­is­út­varp­inu hafa borist kvart­an­ir frá þrem­ur kon­um vegna áreitni af hálfu karl­kyns starfs­manns fjöl­mið­ils­ins. Mað­ur­inn er í leyfi frá störf­um. Fyrstu kvart­an­irn­ar bár­ust í ág­úst.

Þrjár konur kvartað undan áreitni starfsmanns RÚV
Tilkynnt Málið hefur komið á borð bæði fréttastjóra og útvarpsstjóra, samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar. Mynd: Bára Huld Beck

Þrjár konur sem starfa á Ríkisútvarpinu hafa kvartað undan áreitni af hálfu karlkyns starfsmanns fyrirtækisins. Samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar barst fyrsta kvörtunin í ágúst og síðan hafa tvær aðrar bæst við. Maðurinn er í leyfi frá störfum en Heimildin hefur ekki fengið staðfest hvort það hafi verið að eigin frumkvæði eða að fyrirmælum stjórnenda.

Uppfært: Starfsmaðurinn hefur látið af störfum hjá Ríkisútvarpinu.

Heiðar Örn Sigurfinnsson, fréttastjóri RÚV, segist ekki tjá sig um einstaka starfsmannamál og vill ekki staðfesta að kvartanir hafi borist. Samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar hefur málið þó bæði komið á hans borð og Stefáns Eiríkssonar útvarpsstjóra. Heimildin óskaði skriflega viðbragða Stefáns sem sagði, líkt og Heiðar, að hann myndi ekki tjá sig um mál einstakra starfsmanna. 

„Almennt séð, komi fram kvartanir í garð einstakra starfsmanna sem geta fallið undir gildissvið reglugerðar um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum nr. 1009/2015, fer málið í viðeigandi farveg, þ. á m. að gættum fyrirmælum reglugerðarinnar auk viðbragðsáætlunar RÚV vegna málefna af þessu tagi,“ sagði Stefán í skriflegu svari. 

Þær skyldur eru lagðar á herðar atvinnurekanda í reglugerðinni að láta kynferðislega áreitni ekki viðgangast á vinnustað og gera starfsmönnum ljóst með skýrum hætti að slíkt sé óheimilt.

Auk þess segir í reglugerðinni að „við meðferð máls [skuli] atvinnurekandi sýna varfærni og nærgætni í aðgerðum sínum með virðingu og einkahagi hlutaðeigandi starfsmanna í huga, meðal annars með því að veita ekki óviðkomandi aðilum upplýsingar um mál og tryggja að utanaðkomandi aðilar sem kunna að koma að meðferð máls geri slíkt hið sama.“

Lögð er skylda á atvinnurekendur um snör viðbrögð. „Atvinnurekandi skal bregðast við eins fljótt og kostur er þegar honum berst kvörtun eða ábending um einelti, kynferðislega áreitni, kynbundna áreitni eða ofbeldi á vinnustað sem og verði hann var við slíka hegðun eða aðstæður á vinnustaðnum sem líkur eru á að leitt geti til slíkrar hegðunar verði ekki gripið til aðgerða. Skal atvinnurekandi þá meta aðstæður í samvinnu við vinnuverndarfulltrúa vinnustaðarins, eftir því sem við á, og utanaðkomandi aðila ef með þarf. Skal atvinnurekandi jafnframt tryggja að við matið sé hlutaðeigandi starfsmönnum gefinn kostur á að koma sínum sjónarmiðum á framfæri og að alla jafna sé rætt við einn aðila máls í senn.“

Samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar er kurr á meðal starfsfólks RÚV sem veit af málinu, vegna þess hve langur tími leið frá því að formlegar kvartanir voru lagðar fram vegna áreitninnar og þar til maðurinn fór í leyfi. Fyrsta málið sem beinist að manninum kom upp í byrjun ágúst, það næsta um miðjan þann mánuð og þriðja málið í byrjun september. 

Kjósa
27
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár