Þorgerður Katrín beygði af í pontu þegar hún minntist systur sinnar

Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir beygði af í óund­ir­bún­um fyr­ir­spurn­ar­tíma á Al­þingi í dag þeg­ar hún minnt­ist á starf­semi Ljóss­ins í tengsl­um við syst­ur sína sem lést fyr­ir þrem­ur ár­um.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra klökknaði þegar hún svaraði Jens Garðari Helgasyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi fyrr í dag.

Spurning þingmannsins sneri að því hvort og hvernig Viðreisn hygðist koma á gjaldfrjálsri sálfræðiþjónustu en að ljóst væri af orðum fjármálaráðherra að ekkert svigrúm væri til að „auka fjármagn í þjóðþrifamál eins og til dæmis Ljósið eða Fjölskylduhjálp.“

Mikil verðmæti í Ljósinu

Í svari sínu tók utanríkisráðherra eindregið undir með Jens Garðari um mikilvægi Ljóssins og starfsemi þess. 

„Það er ótrúlega mikil verðmæti sem eru þar unnin í því starfsfólki og þeirri starfsemi og við sem eigum aðstandendur. Það eru akkúrat þrjú ár í dag síðan að Kaja systir fór,“ sagði Þorgerður Katrín og beygði af.

Karitas H. Gunnarsdóttir, fyrrverandi skrifstofustjóri í mennta- og menningarmálaráðuneytinu og systir Þorgerðar, lést 16. október 2022. Hún var 62 ára.

„Svo á maður vinkonur sem eru þar,“ sagði Þorgerður Katrín og bætti við að henni þætti mikilvægt að heilbrigðisráðherra skyldi undirstrika það að passað yrði upp á Ljósið „því við vitum alveg út á hvað sú starfsemi gengur.“

Samningar náðst milli Sjúkratrygginga og Ljóssins

Nokkuð hefur verið rætt um Ljósið að undanförnu en nýlega var greint frá því að fjárframlag ríkisins til Ljóssins, endurhæfingarmiðstöðvar fyrir krabbameinsgreinda, yrði á næsta ári 200 milljónum lægra en í ár. Erna Magnúsdóttir, framkvæmdastýra Ljóssins, sagði að yrði ákvörðuninni ekki breytt blasti niðurskurður við.

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sætti nokkurri gagnrýni, meðal annars frá formanni Vinstri grænna, fyrir að hafa kallað Ljósið „ákveðin samtök úti í bæ“ þegar hún var spurð út í afstöðu sína til niðurskurðarins. Sagði hún að henni þætti starf samtakanna mikilvægt en vildi að framlög til þeirra væru tryggð með langtímasamningum en ekki einskiptisframlögum hverju sinni.

Alma Möller heilbrigðisráðherra greindi frá því fyrr í óundirbúna fyrirspurnartímanum í dag að samningar hefðu náðst á milli Sjúkratrygginga Íslands og Ljóssins og að ekki væri útilokað að samtökunum væri veitt viðbótarfjármagn. 

Ljósið leiðréttir málflutning Ölmu

Ljósið sendi leiðréttingu á framsetningu heilbrigðisráðherra í fréttatilkynningu til fjölmiðla í kjölfar orða hennar um að samningar hefðu náðst milli Ljóssins og SÍ.

„Hið rétta er að undirritaður var skammtímasamningur út árið 2025 fyrir það fjármagn sem þegar hafði verið kveðið á í fjárlögum þessa árs.“ Eftir standi þó að engin langtímalausn hafi enn náðst um fjármögnun starfseminnar eftir árið 2025.

„Samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2026 er áfram gert ráð fyrir 283 milljónum króna framlagi til Ljóssins — sem er veruleg lækkun frá því sem þarf til að tryggja stöðugt rekstrarumhverfi fyrir þjónustuna. Ljósið hefur áréttað mikilvægi þess að fá langtímasamning við Sjúkratryggingar Íslands þannig að þjónustan við krabbameinsgreinda einstaklinga geti haldið áfram án óvissu og truflana. Við erum þó þakklát fyrir orð heilbrigðisráðherra að Ljósið gæti fengið viðbótarfjármagn og vonum innilega að það verði að veruleika.“


Fréttin hefur verið uppfærð með sjónarmiðum Ljóssins.

Kjósa
20
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár