Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Þetta þýðir að meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, svokallaðir stýrivextir, verða því áfram 7,50 prósent.
Í tilkynningu frá bankanum segir að allir nefndarmenn hafi stutt þessa ákvörðun.
„Margt hefur þokast í rétta átt en þær aðstæður hafa ekki enn skapast að hægt sé að slaka á núverandi raunvaxtaaðhaldi peningastefnunnar,“ segir í tilkynningu nefndarinnar.
Forsendur fyrir vaxtalækkun séu þær að verðbólga færist nær markmiði bankans, sem er 2,5 prósent.
Athugasemdir