Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Helgi hagnast um nærri 640 milljónir

Fjár­fest­inga­fé­lag Helga Magnús­son­ar hagn­að­ist um 637 millj­ón­ir króna á síð­asta ári. Mest­ur hagn­að­ur fólst í gang­virð­is­breyt­ing­um hluta­bréfa. Fjöl­miðl­ar Helga skil­uðu hagn­aði í fyrra eft­ir ára­lang­an ta­prekst­ur.

Helgi hagnast um nærri 640 milljónir

Fjárfestingafélag Helga Magnússonar, Hofgarðar ehf., skilaði 637 milljóna króna hagnaði á síðasta ári. Það er umtalsverður umsúningur frá árinu áður þegar félagið tapaði 58 milljónum. 

Stærsti hluti hagnaðarins er gangvirðisbreyting hlutabréfa, en rekstur félagsins felst fyrst og síðast í slíkum fjárfestingum. Félag Helga, Hofgarðar, fékk nærri 90 milljónir króna í arð af hlutabréfum í þess eigu en sjálfur ætlar hann ekki að greiða sér arð út úr Hofgörðum, samkvæmt reikningnum. 

Eignir Hofgarða nema samtals 4,2 milljörðum króna en 480 milljónir af þeim eru óefnislegar eignir. Ekki er skýrt hvað felst í þessum óefnislegum eignum Helga. Þá er ekki gert grein fyrir í hvaða félögum hefur verið fjárfest. Það liggur þó fyrir að meðal fjárfestinga Hofgarða eru eignarhlutir í Stoðum og Skel, sem hvort um sig er meðal umfangsmestu fjárfestingafélögum landsins.

Hofgarðar eru líka skráð fyrir 100 prósenta hlut í Fjölmiðlatorginu, útgefanda DV og fleirri fjölmiðla. 

Samkvæmt nýbirtum ársreikningi Fjölmiðlatorgsins varð …

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
5
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið í mánuðinum

Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár