Fjárfestingafélag Helga Magnússonar, Hofgarðar ehf., skilaði 637 milljóna króna hagnaði á síðasta ári. Það er umtalsverður umsúningur frá árinu áður þegar félagið tapaði 58 milljónum.
Stærsti hluti hagnaðarins er gangvirðisbreyting hlutabréfa, en rekstur félagsins felst fyrst og síðast í slíkum fjárfestingum. Félag Helga, Hofgarðar, fékk nærri 90 milljónir króna í arð af hlutabréfum í þess eigu en sjálfur ætlar hann ekki að greiða sér arð út úr Hofgörðum, samkvæmt reikningnum.
Eignir Hofgarða nema samtals 4,2 milljörðum króna en 480 milljónir af þeim eru óefnislegar eignir. Ekki er skýrt hvað felst í þessum óefnislegum eignum Helga. Þá er ekki gert grein fyrir í hvaða félögum hefur verið fjárfest. Það liggur þó fyrir að meðal fjárfestinga Hofgarða eru eignarhlutir í Stoðum og Skel, sem hvort um sig er meðal umfangsmestu fjárfestingafélögum landsins.
Hofgarðar eru líka skráð fyrir 100 prósenta hlut í Fjölmiðlatorginu, útgefanda DV og fleirri fjölmiðla.
Samkvæmt nýbirtum ársreikningi Fjölmiðlatorgsins varð …
Athugasemdir