Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Tyrkir hefja rannsókn á aðgerðum Ísraels gegn hjálparflotanum

Ísra­elski her­inn hef­ur far­ið um borð í þrett­án báta sem til­heyra flot­an­um sem sigl­ir með hjálp­ar­gögn til Gaza. All­ir um borð hafa ver­ið hand­tekn­ir. Ut­an­rík­is­ráðu­neyti Tyrk­lands lýsti að­gerð­un­um sem „hryðju­verka­árás“. Ís­lend­ing­ur er um borð í einu þeirra skipa sem enn hafa ekki ver­ið stöðv­uð.

Tyrkir hefja rannsókn á aðgerðum Ísraels gegn hjálparflotanum
Handtekin af hernum Greta Thunberg og fleiri aðgerðarsinnar eftir að hafa verið handtekin á alþjóðlegu hafsvæði utan við strönd Gaza. Ísraelska utanríkisráðuneytið birti myndina á X, áður Twitter. Mynd: Utanríkisráðuneyti Ísraels

Tyrknesk yfirvöld hafa hafið rannsókn á handtöku tyrkneskra borgara um borð í þeim skipum sem tilheyra Global Sumud flotanum á leið til Gasa, eftir að hann var stöðvaður af ísraelska sjóhernum á alþjóðlegu hafsvæði.

Í yfirlýsingu frá ríkissaksóknara í Istanbúl kom fram að rannsóknin taki til 24 Tyrkja sem handteknir voru um borð í Global Sumud flotanum. Vísað er til hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna og sagðist embættið kanna möguleg brot á borð við ólögmæta frelsissviptingu, flugráni eða upptöku farartækis, rán, eignatjón og pyntingar.

Tónlistarkonan og aðgerðasinninn Margrét Kristín Blöndal, Magga Stína, er um borð í skipinu Conscience sem siglir með flotanum. Hún er ekki ein þeirra sem hefur verið stöðvuð og handtekin. Fjörutíu bátar tilheyra flotanum og hefur ísraelski herinn farið um borð í þrettán þeirra. Meðal handtekinna er sænski aðgerðarsinninn Greta Thunberg. 

Tyrkneskir fjölmiðlar greindu frá því að alls hefðu 30 Tyrkir verið handteknir og fluttir til Evrópu til brottvísunar. …

Kjósa
29
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jón M Ívarsson skrifaði
    Hryðjuverkaríkið Ísrael fer sínu fram í skjóli Bandaríkjaforseta.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár