Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Tyrkir hefja rannsókn á aðgerðum Ísraels gegn hjálparflotanum

Ísra­elski her­inn hef­ur far­ið um borð í þrett­án báta sem til­heyra flot­an­um sem sigl­ir með hjálp­ar­gögn til Gaza. All­ir um borð hafa ver­ið hand­tekn­ir. Ut­an­rík­is­ráðu­neyti Tyrk­lands lýsti að­gerð­un­um sem „hryðju­verka­árás“. Ís­lend­ing­ur er um borð í einu þeirra skipa sem enn hafa ekki ver­ið stöðv­uð.

Tyrkir hefja rannsókn á aðgerðum Ísraels gegn hjálparflotanum
Handtekin af hernum Greta Thunberg og fleiri aðgerðarsinnar eftir að hafa verið handtekin á alþjóðlegu hafsvæði utan við strönd Gaza. Ísraelska utanríkisráðuneytið birti myndina á X, áður Twitter. Mynd: Utanríkisráðuneyti Ísraels

Tyrknesk yfirvöld hafa hafið rannsókn á handtöku tyrkneskra borgara um borð í þeim skipum sem tilheyra Global Sumud flotanum á leið til Gasa, eftir að hann var stöðvaður af ísraelska sjóhernum á alþjóðlegu hafsvæði.

Í yfirlýsingu frá ríkissaksóknara í Istanbúl kom fram að rannsóknin taki til 24 Tyrkja sem handteknir voru um borð í Global Sumud flotanum. Vísað er til hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna og sagðist embættið kanna möguleg brot á borð við ólögmæta frelsissviptingu, flugráni eða upptöku farartækis, rán, eignatjón og pyntingar.

Tónlistarkonan og aðgerðasinninn Margrét Kristín Blöndal, Magga Stína, er um borð í skipinu Conscience sem siglir með flotanum. Hún er ekki ein þeirra sem hefur verið stöðvuð og handtekin. Fjörutíu bátar tilheyra flotanum og hefur ísraelski herinn farið um borð í þrettán þeirra. Meðal handtekinna er sænski aðgerðarsinninn Greta Thunberg. 

Tyrkneskir fjölmiðlar greindu frá því að alls hefðu 30 Tyrkir verið handteknir og fluttir til Evrópu til brottvísunar. …

Kjósa
29
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jón M Ívarsson skrifaði
    Hryðjuverkaríkið Ísrael fer sínu fram í skjóli Bandaríkjaforseta.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
3
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.
„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
6
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár