Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Fyrst borgaði ríkið stíga – svo rukkuðu landeigendur

Fram­kvæmda­sjóð­ur ferða­mannastaða hef­ur styrkt stíga­gerð við nátt­úruperluna Múlagljúf­ur um á ann­að hundrað millj­óna króna á síð­ustu þrem­ur ár­um, en land­eig­end­ur rukka tekj­ur í gegn­um Parka. „Á gráu svæði,“ seg­ir full­trúi sjóðs­ins.

Íslenska ríkið hefur lagt 112,4 milljónir króna í lagningu göngustíga í Múlagljúfri í Öræfum á síðustu þremur árum, en landeigendur á svæðinu innleiddu á sama tíma gjaldskyldu og innheimta tekjur af malarplani við upphaf göngustígsins.  

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða, sem heyrir undir Ferðamálastofu, starfar eftir regluverki sem bannar styrkveitingu til ferðamannastaða  sem „ekki eru opnir gjaldfrjálsri umferð almennings“. Á Múlagljúfri er sjálfvirk innheimtulausn Parka notuð til að rukka þau sem koma á svæðið, á þeim forsendum að innheimtan fjármagni uppbyggingu svæðisins. Að sögn talsmanns Ferðamálastofu er horft til þess að reglur heimili styrki til staða þar sem veitt er þjónusta gegn greiðslu. Malarplanið undir Múlagljúfri telst því til veittrar þjónustu, en talsmaðurinn segir málið „á gráu svæði“. 

Sjálfsprottnar vinsældir

Múlagljúfur varð smám saman vinsæll áfangastaður fyrir fáum árum og tekur Framkvæmdasjóður ferðamannastaða fram í umsögn með styrkveitingu að vinsældirnar hafi að mestu verið „sjálfsprottnar“. 

Að svæðinu liggur slóði frá Þjóðvegi 1 undir …

Kjósa
39
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ingibjörg Ottesen skrifaði
    Einkavæða arð og ríkisvæða töp.👿🤬 Landeigendur eiga skilyrðislaust að greiða okkur til baka útlagðan kostnað!
    7
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    HVað er athugavert við að landeigendur reyni að hafa tekjur af eign sinni?
    -12
    • GS
      Gísli Sveinsson skrifaði
      Væri þá ekki sanngjarnt að landeigendur endurgreiddu okkur þessar 112 milljónir sem að við höfum greitt fyrir stígagerð „lamdi þeirra.”
      15
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Ferðamannalandið Ísland

Baðstaður veldur klofningi í Önundarfirði
InnlentFerðamannalandið Ísland

Bað­stað­ur veld­ur klofn­ingi í Ön­und­ar­firði

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, fyrr­um þing­mað­ur, seg­ir bað­stað við Holts­fjöru munu hafa áhrif á fugla­líf og frið­sæld svæð­is­ins. Baðlón séu fal­leg en dýr: „Er það sem okk­ur vant­ar, alls stað­ar?“ Fram­kvæmdarað­ili seg­ir að bað­stað­ur­inn verði lít­ill og að til­lit hafi ver­ið tek­ið til at­huga­semda í um­sagn­ar­ferli.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár