Íslenska ríkið hefur lagt 112,4 milljónir króna í lagningu göngustíga í Múlagljúfri í Öræfum á síðustu þremur árum, en landeigendur á svæðinu innleiddu á sama tíma gjaldskyldu og innheimta tekjur af malarplani við upphaf göngustígsins.
Framkvæmdasjóður ferðamannastaða, sem heyrir undir Ferðamálastofu, starfar eftir regluverki sem bannar styrkveitingu til ferðamannastaða sem „ekki eru opnir gjaldfrjálsri umferð almennings“. Á Múlagljúfri er sjálfvirk innheimtulausn Parka notuð til að rukka þau sem koma á svæðið, á þeim forsendum að innheimtan fjármagni uppbyggingu svæðisins. Að sögn talsmanns Ferðamálastofu er horft til þess að reglur heimili styrki til staða þar sem veitt er þjónusta gegn greiðslu. Malarplanið undir Múlagljúfri telst því til veittrar þjónustu, en talsmaðurinn segir málið „á gráu svæði“.
Sjálfsprottnar vinsældir
Múlagljúfur varð smám saman vinsæll áfangastaður fyrir fáum árum og tekur Framkvæmdasjóður ferðamannastaða fram í umsögn með styrkveitingu að vinsældirnar hafi að mestu verið „sjálfsprottnar“.
Að svæðinu liggur slóði frá Þjóðvegi 1 undir …
Athugasemdir