Stefán Einar Stefánsson blaðamaður var með umfjöllun um verk mín og fleiri höfunda í Morgunblaðinu laugardaginn 27. september. Þar er minn listræni ferill soðinn niður í „fimm bækur“ á 25 árum fyrir 137.8 milljónir eða 106.957 krónur á blaðsíðu. Nákvæmni tölfræðinnar upp á krónu er aðdáunarverð og hefur yfirbragð vandvirkni en því miður er þetta röng tala. Stefán Einar hefði mátt gefa sér betri tíma til að kynna sér málefnið í stað þess einfaldlega að endurbirta gagnrýnislaust upplýsingar og framsetningu hagsmunasamtaka. Hlutverk blaðamanna er að leggja sjálfstætt mat á slíkt efni en það á ekki við að þessu sinni.
Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður. Ég er ekki bara bókahöfundur og í umsóknum mínum um starfslaun hafa leikrit og leikritun verið hluti eða kjarninn í mínu listræna starfi ásamt handritum fyrir heimildarmyndir. Öll þessi verkefni eru tilgreind í umsóknum mínum. Höfundar eins og Ólafur Haukur, Árni …
Athugasemdir (1)