Réttarstaða flugfarþega í fjárhagserfiðleikum flugrekenda og ferðaskrifstofa er misjöfn eftir því hvaða þjónusta hefur verið keypt, af hverjum og hvar. Þeta kemur fram á vef Samgöngustofu þar sem veittar eru upplýsingar um það hvað skal gera þegar flugfélag fer í gjaldþrot.
Þar segir að ef flugferð er aflýst vegna gjaldþrots áður en ferðin er hafin er hægt að lýsa kröfu í þrotabúið eða sækja endurgreiðslu til greiðslukortafyrirtækis, ef farseðill var greiddur með greiðslukorti
Ef farþegi er erlendis þegar flugfélag fer í þrot er hægt að sækja endurgreiðslu til greiðslukortafyrirtækis, ef farseðill var greiddur með greiðslukorti.
Heimildin náði í upplýsingafulltrúa Samgöngustofu sem gaf þau svör að vefur Samgöngustofu yrði uppfærður með leiðbeiningum um það hvað flugfarþega geti gert í tilvikum þar sem félög fara í þrot. Hún sagði ennfremur að Samgöngustofa hefði lesið fyrst um málið …
Athugasemdir