Lögreglan rannsakar þvingað betl

Lög­regl­an tek­ur upp skrán­ingu á betli sem brota­flokki. Grun­ur er um þving­að betl í einu til­felli – teg­und man­sals þar sem fólk betl­ar fyr­ir ein­hvern ann­an.

Lögreglan rannsakar þvingað betl
Ólöglegt að betla Í gær leitaði erlend kona til almennra borgara um fjárframlög í Austurstræti í miðborg Reykjavíkur. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti að öðru leyti. Mynd: Golli

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú eitt tilfelli þar sem grunur er um „þvingað betl“. Alls hefur lögreglunni borist 20 tilkynningar á árinu um betl á almannafæri, sem íslensk lög banna. 

„Betl er í rauninni hægt að skrá tvenns konar. Annars vegar tilkynning um betl, þar sem kannski vegfarendur verða varir við betl og tilkynna það til lögreglu. Hins vegar þegar við fáum ábendingu um eitthvað sem við teljum að sé betl sem tengist mansali,“ segir Marta Kristín Hreiðarsdóttir, deildarstjóri í upplýsinga- og áætlanadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Betl sem tengist mansali nefnist þvingað betl. Það lýsir sér þannig að einhver er neyddur til að betla á almannafæri og fær ekki að halda öllum þeim peningum sem honum er gefinn sjálfur. 

Betl nýr flokkur

Á Íslandi er ólöglegt að stunda betl á almannafæri, en Marta segir að tilkynningar um betl á almannafæri á höfuðborgarsvæðinu hafi verið …

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
5
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár