Lögreglan rannsakar þvingað betl

Lög­regl­an tek­ur upp skrán­ingu á betli sem brota­flokki. Grun­ur er um þving­að betl í einu til­felli – teg­und man­sals þar sem fólk betl­ar fyr­ir ein­hvern ann­an.

Lögreglan rannsakar þvingað betl
Ólöglegt að betla Í gær leitaði erlend kona til almennra borgara um fjárframlög í Austurstræti í miðborg Reykjavíkur. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti að öðru leyti. Mynd: Golli

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú eitt tilfelli þar sem grunur er um „þvingað betl“. Alls hefur lögreglunni borist 20 tilkynningar á árinu um betl á almannafæri, sem íslensk lög banna. 

„Betl er í rauninni hægt að skrá tvenns konar. Annars vegar tilkynning um betl, þar sem kannski vegfarendur verða varir við betl og tilkynna það til lögreglu. Hins vegar þegar við fáum ábendingu um eitthvað sem við teljum að sé betl sem tengist mansali,“ segir Marta Kristín Hreiðarsdóttir, deildarstjóri í upplýsinga- og áætlanadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Betl sem tengist mansali nefnist þvingað betl. Það lýsir sér þannig að einhver er neyddur til að betla á almannafæri og fær ekki að halda öllum þeim peningum sem honum er gefinn sjálfur. 

Betl nýr flokkur

Á Íslandi er ólöglegt að stunda betl á almannafæri, en Marta segir að tilkynningar um betl á almannafæri á höfuðborgarsvæðinu hafi verið …

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
5
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár