Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú eitt tilfelli þar sem grunur er um „þvingað betl“. Alls hefur lögreglunni borist 20 tilkynningar á árinu um betl á almannafæri, sem íslensk lög banna.
„Betl er í rauninni hægt að skrá tvenns konar. Annars vegar tilkynning um betl, þar sem kannski vegfarendur verða varir við betl og tilkynna það til lögreglu. Hins vegar þegar við fáum ábendingu um eitthvað sem við teljum að sé betl sem tengist mansali,“ segir Marta Kristín Hreiðarsdóttir, deildarstjóri í upplýsinga- og áætlanadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Betl sem tengist mansali nefnist þvingað betl. Það lýsir sér þannig að einhver er neyddur til að betla á almannafæri og fær ekki að halda öllum þeim peningum sem honum er gefinn sjálfur.
Betl nýr flokkur
Á Íslandi er ólöglegt að stunda betl á almannafæri, en Marta segir að tilkynningar um betl á almannafæri á höfuðborgarsvæðinu hafi verið …
Athugasemdir