Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

NATO varar Rússa við

Stig­mögn­un í átök­um við Rússa. Rúss­nesk flygildi ógna ör­yggis­kennd í Evr­ópu. NATO hót­ar Rúss­um af­leið­ing­um eft­ir neyð­ar­fund. Land­vinn­ing­ar í Kharkív.

NATO varar Rússa við
Mark Rutte Framkvæmdastjóri Nató, hinn hollenski Mark Rutte, svaraði blaðamönnum í höfuðstöðvum bandalagsins Brussel í dag eftir „brýnan“ fund um rof Rússa á lofthelgi ríkja í Austur-Evrópu. Mynd: AFP

NATO ráðlagi Rússum í dag að hætta „stigvaxandi“ mynstri lofthelgisbrota meðfram austurvæng bandalagsins. Þetta var niðurstaða viðræðna bandalagsríkja í Brussel, sem byggja á 4. grein Atlantshafssáttmálans, eftir að orrustuþota rauf lofthelgiyyfir Eistlandi í síðustu viku.

„Rússland ber alla ábyrgð á þessum aðgerðum sem auka spennu, geta leitt til misskilnings og stofna mannslífum í hættu. Þeim verður að linna,“ sagði í yfirlýsingu 32 aðildarríkja NATO.

„Rússland má ekki velkjast í vafa: NATO og bandalagsríkin munu, í samræmi við alþjóðalög, beita öllum nauðsynlegum hernaðarlegum og óhernaðarlegum úrræðum til að verja okkur og fæla frá allar ógnir úr öllum áttum.“

Þar kom jafnframt fram að NATO myndi „halda áfram að bregðast við á þann hátt, þeim tíma og á því sviði sem við veljum“ og að skuldbinding bandalagsins við sameiginlegt varnarsamkomulag sitt væri „óhagganleg“.

Eistland kallaði eftir neyðarfundi samkvæmt 4. gr. stofnsáttmála NATO eftir að vopnaðar rússneskar orrustuþotur brutu gegn lofthelgi landsins í um 12 mínútur á föstudag.

Tilvikið — sem varð til þess að NATO sendi á loft orrustuþotur — átti sér stað rétt rúmri viku eftir að bandalagið skaut niður rússneska dróna yfir Póllandi, sem leiddi til þess að stjórnvöld í Varsjá kröfðust sams konar viðræðna.

Framkvæmdastjóri NATO, Mark Rutte, sagði að sveitir bandalagsins myndu ákveða hvort skjóta ætti á rússnesk loftför sem brytu lofthelgi þess „á grundvelli þeirra upplýsinga sem tiltækar eru um þá ógn sem stafar af loftfarinu“.

Rutte sagði að „í Eistlandi hafi sveitir NATO þegar hlerað og fylgt loftfarinu án þess að auka spennu, þar sem ekki var metin bráð ógn“.

„Skilaboðin til Rússa eru skýr: Við munum verja hvern einasta sentimetra af landsvæði bandalagsins,“ sagði hann.

Í kjölfar drónaflugsins inn í Pólland tilkynnti NATO að verið væri að efla varnir bandalagsins í austri til að mæta ógninni frá Moskvu.

„Bandamenn láta ekki letja sig“

Auk Póllands og Rúmeníu hafa önnur ríki á austurvængnum, þar á meðal Rúmenía, Litháen, Lettland og Finnland, orðið fyrir nýlegum tilvikum lofthelgisbrota.

Rutte sagði að „of snemmt væri að segja“ hvort drónar yfir Kaupmannahöfn, sem raskaðu flugi í nótt, tengdust Rússlandi.

Aukin spenna hefur vakið ótta um að stríð Rússa í Úkraínu gæti borist yfir landamæri NATO.

Í yfirlýsingu sinni hétu aðildarríki NATO því að „bandamenn léti ekki letja sig, með þessum og öðrum ábyrgðarlausum aðgerðum Rússa, frá varanlegum skuldbindingum sínum um stuðning við Úkraínu“.

Samkvæmt 4. gr. NATO getur hvert aðildarríki boðað neyðarfund þegar það telur „friðhelgi landssvæðis einhvers aðila, pólitísku  sjálfstæði eða öryggi ógnað“.

Viðræðurnar í dag voru í þriðja sinn sem 4. gr. er virkjuð frá því Rússland hóf fulla innrás í Úkraínu árið 2022, og í níunda sinn í 76 ára sögu bandalagsins.

Sameiginlegt öryggi NATO byggist á 5. gr. sáttmálans: ef eitt ríki verður fyrir árás „Í Evrópu eða Norður-Ameríku“, rís allt bandalagið því til varnar.

Sú grein hefur aðeins verið virkjuð einu sinni í sögu NATO, í kjölfar árásanna 11. september 2001 í Bandaríkjunum.

Rússar stefna á Kharkiv

Rússnesk yfirvöld fullyrtu í dag að herinn hefði náð yfirráðum yfir stórum hluta af norðaustur-úkraínsku borginni Kupiansk og að það hygðist auka sókn sína mun dýpra inn í Kharkív-hérað.

„Yfirráð yfir Kupiansk munu opna á frekari frekari framrás djúpt inn í Kharkív-hérað, þar á meðal í átt að Izium og Chuguiv,“ sagði rússneski herinn í yfirlýsingu.

Kharkív er ekki meðal þeirra fimm héraða í Úkraínu sem Rússland kveðst hafa innlimað, þar sem hersveitum þess var að mestu ýtt úr héraðinu í árangursríkri gagnsókn hersveita Kýiv árið 2022.

Nýjustu yfirlýsingar Rússa virðast sýna að þeir hafi ekki gefið upp landvinningastefnu sína á svæðinu.

Rússneski herinn sagði að hann hefði stjórn á meira en 65 prósentum bygginga í Kupiansk.

AFP tókst ekki að sannreyna þessa fullyrðingu Rússa.

Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, sagði við blaðamenn í síðustu viku að úkraínski herinn væri enn að berjast um yfirráðin í borginni.

„Á svæðinu í kringum Kupiansk standa yfir harðar aðgerðir og þar eru viðeigandi sveitir til staðar,“ sagði hann.

Kupiansk, mikilvæg samgöngumiðstöð, féll upphaflega í hendur rússneskra sveita á fyrstu mánuðum árásarinnar áður en Úkraína endurheimti borgina.

Rússar segja að hertaka borgarinnar muni hjálpa þeim að sækja fram í hinu nálæga Donetsk-héraði.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
2
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
Baðstaður veldur klofningi í Önundarfirði
5
InnlentFerðamannalandið Ísland

Bað­stað­ur veld­ur klofn­ingi í Ön­und­ar­firði

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, fyrr­um þing­mað­ur, seg­ir bað­stað við Holts­fjöru munu hafa áhrif á fugla­líf og frið­sæld svæð­is­ins. Baðlón séu fal­leg en dýr: „Er það sem okk­ur vant­ar, alls stað­ar?“ Fram­kvæmdarað­ili seg­ir að bað­stað­ur­inn verði lít­ill og að til­lit hafi ver­ið tek­ið til at­huga­semda í um­sagn­ar­ferli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár