Stríðandi fylkingar sósíalista boða eins fund á sama tíma

Bæði Sósí­al­ista­flokk­ur Ís­lands og Vor­stjarn­an hafa boð­að til op­inna funda um hús­næð­is­mál, á ná­kvæm­lega sama tíma. Ágrein­ing­ur er um hvort fé­lag­ið hafi boð­að sinn fund á und­an.

Stríðandi fylkingar sósíalista boða eins fund á sama tíma
Stríðandi fylkingar Frá því að hallarbylting var gerð í Sósíalistaflokknum hefur mikill uppgangur verið í starfi Vorstjörnunar, sem áður var einskonar undirfélag flokksins. Á vettvangi beggja félaga hefur nú verið boðaður fundur um húsnæðismál. Mynd: Golli

Á fimmtudagskvöldið klukkan 20 mun fara fram fræðslu- og umræðufundur um húsnæðismál á vegum Sósíalistaflokksins, í nýju húsnæði hans við Hverfisgötu. Fundurinn er haldinn í boði kosningastjórnar Sósíalistaflokksins.

Þetta er þó ekki sami fundur og boðaður hefur verið á sama tíma og um sama mál í Bolholti 6, fyrrverandi húsnæði Sósíalistaflokksins. En þar býður Vorstjarnan til opins fundar um húsnæðiskrísuna. 

Telur Vorstjörnuna herma eftir SÍ

Jökull Sólberg Auðunsson vakti máls á þessum vendingum sem hann kallar „klikkaðar“ á Facebook-síðu sinni í gær.

„Þegar ný framkvæmdastjórn ákvað að halda viðburð um húsnæðismál sem verður nú á fimmtudagskvöld þá ákvað Vorstjarnan, leidd af Sönnu Magdalenu (sem hefur hafnað sínum eigin flokk en notar enn húsnæðið fjármagnað af peningum sem voru gefnir af flokknum), **að halda viðburð um nákvæmlega sama viðfangsefni á nákvæmlega sama tíma** – einmitt í þessu húsnæði sem þau gætu aldrei verið í nema hafa fært fé úr flokknum og í þessi samtök, og sparkað framkvæmdastjórn svo úr þessu húsnæði,“ skrifar Jökull Sólberg.

Bolað úr Bolholti

Mikil og opinber átök hafa verið á milli nýrrar og fyrrverandi stjórnar Sósíalistaflokksins en hallarbylting var gerð á aðalfundi flokksins í vor. Fyrrverandi stjórn flokksins hlaut hins vegar kjör í stjórn Vorstjörnunnar en styrktarfélagið hefur verið fjármagnað með ríkisstyrkjum Sósíalistaflokksins.  

Eftir að fyrrverandi stjórn Sósíalistaflokksins tók við stjórnartaumunum í Vorstjörnunni var skjótlega skipt um lykla og flokknum úthýst úr húsnæði sínu í Bolholti. Vorstjarnan er skráð fyrir leigusamningnum þar.  

Gunnar Smári segir Vorstjörnuna á undan

Gunnar Smári Egilsson, fyrrverandi formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, skrifaði athugasemd við færslu Jökuls og vildi meina að fundirnir hefðu verið boðaðir í öfugri röð við það sem Jökull hélt fram.

„Ég er í báðum félögum, fékk boð á fund í Vorstjörnunni föstudaginn 19. september kl. 17:28 en boð á fund í Sósíalistaflokknum laugardaginn 20. sepember kl. 10:33.“

Aðrir bentu þó á að viðburður Sósíalistaflokksins hefði verið auglýstur fyrst 11. september – en þá var Facebook-viðburðurinn búinn til. Viðburður Vorstjörnunnar var búinn til á Facebook þann 19. september.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Guðröður Jónsson skrifaði
    Hvers vegna er verið að fleita áfram lýgi? Það er mjög auðvelt að sannreyna, maður skoðar tímastimpla á Facebook? Það getur ekki verið að hlutverk fjölmiðla sé að auka á upplýsingaóreiðu. Það ætti mikið frekar að ýta undir þá staðreynd að fyrrverandi formaður framkvæmdastjórnar SÍ hikar ekki við að fara með ósannindi ef hann heldur að það þjóni sínum hagsmunum.
    Hvað rugl er þetta?
    0
  • Andri Sigurðsson skrifaði
    Gunnar Smári á erfitt með heiðarleikann, blaðamaður með hans reynslu ætti að geta staðreynt hvernær Facebook færslur voru birtar, það stendur bókstarflega á þeim. Þvílíkur sokkur.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
5
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár