Ófyrirséð mannfjölgun og vaxtalækkanir eiga þátt í sögulega háu fasteignaverði

Jón­as Atli Gunn­ars­son, hag­fræð­ing­ur hjá Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un seg­ir vaxta­lækk­an­ir í Covid og óvænt mann­fjölg­un síð­asta ára­tug­inn hafa átt þátt í því að keyra upp hús­næð­isverð. Leigu­verð hef­ur hækk­að tals­vert meira á Ís­landi en á hinum Norð­ur­lönd­un­um og leigu­mark­að­ur­inn tvö­fald­ast á síð­ustu tveim­ur ára­tug­um.

Ófyrirséð mannfjölgun og vaxtalækkanir eiga þátt í sögulega háu fasteignaverði

Í sögulegu samhengi er íbúðaverð hátt á Íslandi, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. Ungt fólk, fyrstu kaupendur og þau sem hafa einhverra hluta vegna dottið út af markaðnum, eiga erfitt með að komast inn á hann aftur. Fasteignaverð hefur verið drífandi þáttur í mikilli verðbólgu síðustu ára og hafa vextir verið keyrðir upp sem viðbragð við því. 

Í Heimildinni í dag er rætt við sérfræðinga um ástæðurnar fyrir sögulega háu fasteignaverði og við ungt fólk um afleiðingarnar. 

Vantar íbúðir

Jónas Atli Gunnarsson, hagfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, segir að þetta megi helst rekja til gríðarlegrar fólksfjölgunar síðasta áratuginn. „Það er eiginlega grundvallarástæðan af hverju íbúðaverð er svona hátt. Höfuðborgarsvæðið er ákjósanlegur staður að búa á og margir vilja búa þar. Það hafa ekki verið byggðar nógu margar íbúðir fyrir þetta fólk.“

Ströng skilyrðiJónas Atli segir að að það séu lánþegaskilyrðin, sem kveða á um að fyrstu kaupendur megi ekki eyða meira …
Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • PB
    Peik Bjarnason skrifaði
    Samkvæmt þessari grein má draga þá ályktun að ef fólki fækkaði á Íslandi þá myndi fasteignaverð lækka og draga úr nýbyggingum. Þá er einnig freistandi að álykta að byggingaaðilar gætu farið að snúa sér að því að vinna upp aðrar innviðaskuldir.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár