Í sögulegu samhengi er íbúðaverð hátt á Íslandi, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. Ungt fólk, fyrstu kaupendur og þau sem hafa einhverra hluta vegna dottið út af markaðnum, eiga erfitt með að komast inn á hann aftur. Fasteignaverð hefur verið drífandi þáttur í mikilli verðbólgu síðustu ára og hafa vextir verið keyrðir upp sem viðbragð við því.
Í Heimildinni í dag er rætt við sérfræðinga um ástæðurnar fyrir sögulega háu fasteignaverði og við ungt fólk um afleiðingarnar.
Vantar íbúðir
Jónas Atli Gunnarsson, hagfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, segir að þetta megi helst rekja til gríðarlegrar fólksfjölgunar síðasta áratuginn. „Það er eiginlega grundvallarástæðan af hverju íbúðaverð er svona hátt. Höfuðborgarsvæðið er ákjósanlegur staður að búa á og margir vilja búa þar. Það hafa ekki verið byggðar nógu margar íbúðir fyrir þetta fólk.“

Athugasemdir