Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Áslaug Arna enn á þingfararkaupi í námsleyfi

Al­þingi verð­ur sett á morg­un. Ef vara­mað­ur Áslaug­ar Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur tek­ur sæti eins og boð­að var mun hún hafa feng­ið yf­ir 3,1 millj­ón króna greidda í þing­far­ar­kaup á með­an náms­leyfi henn­ar í New York stend­ur.

Áslaug Arna enn á þingfararkaupi í námsleyfi
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Þingmaður Sjálfstæðisflokks tilkynnti 2. maí að hún mundi fara í nám við Columbia-háskóla í New York. Mynd: Instagram

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, hefur fengið um 3,1 milljón króna í þingfararkaup frá því Alþingi var slitið 14. júlí. Allan þann tíma - og raunar nokkuð lengur - hefur hún verið í námsleyfi í Bandaríkjunum.

Alþingi verður sett á morgun að lokinni guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, setur þing en eftir hlé verður hlutað um sæti þingmanna og fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2026 útbýtt. Umræða um frumvarpið hefst á fimmtudag en á miðvikudag flytur Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra stefnuræðu.

Áslaug Arna tilkynnti í maí að hún mundi taka sér leyfi í níu mánuði til að leggja stund á MPA nám við Columbia háskóla. Í febrúar beið hún lægri hlut í formannskjöri Sjálfstæðisflokksins gegn Guðrúnu Hafsteinsdóttur.

Sigurður Örn Hilmarsson lögmaður mun taka sæti Áslaugar Örnu á meðan samkvæmt tilkynningunni, en útskrift hennar úr náminu er í maí 2026. Samkvæmt starfsáætlun verður Alþingi frestað aftur 12. júní þannig að ef áætlunin …

Kjósa
42
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    Það eru engir jafn hneykslaðir og hún og hennar félagar á peninga austri ríkisins og það eru sennilega hvergi jafn margir á eftirlaunum í æfiráðningum eins og hjá þessum gamla eiganda Íslands, sem og skipuðum auðlinda"eigendum,, þjóðarinnar, sveiattan.
    6
  • Anna Bjarnadóttir skrifaði
    Spilling
    4
  • Sveinn Ingólfsson skrifaði
    Já, hún þarf peninga til að fljúga til New York sem sagt ferðapeninga. Ekki vissi ég að New york væri hluti af kjördæmi hennar. Ef þetta er allt rétt sem kemur fram í fréttinni þá spyr ég er þetta ekki spilling eða hvað? Er þetta kannski bara eitt dæmi um spillinguna á Íslandi? Ég efast um að þetta myndi líðast á öðrum norðulöndum.
    7
  • Hilmar Bjarnason skrifaði
    Það er dýrt að búa í New York. Hún þarf á peningunum að halda.
    2
    • Olafur Kristjansson skrifaði
      Það er fallegt að styðja þá sem berjast í bökkum.
      3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
4
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“
Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
5
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár