Nadine Abu Arafeh er mannréttindalögfræðingur, rannsakandi og hinsegin aðgerðasinni frá Palestínu. Hún kláraði nýverið nám hjá Jafnréttisskóla GRÓ við Háskóla Íslands. En þar rannsakaði hún hvernig Ísraelsríki notar bleikþvott til þess að styrkja ímynd sína gagnvart vestrænum ríkjum og veikja andspyrnu Palestínumanna gegn Ísrael. Nadine starfar nú í Jerúsalem sem lögfræðingur Palestínumanna í haldi í Ísrael.
Rannsakar bleikþvott Ísraels
„Eina leiðin fyrir fanga til þess að vera í sambandi við umheiminn er í gegnum lögfræðing,“ segir Nadine Abu Arafeh mannréttindalögfræðingur, rannsakandi og hinsegin aðgerðasinni frá Jerúsalem. Hún vinnur með palestínskum föngum en þeim er meinað að hafa samskipti við ástvini. Nadine vann nýverið rannsóknarverkefni í Háskóla Íslands um bleikþvott sem Ísrael notar til að veikja andspyrnu Palestínumanna.

Athugasemdir