Allar umsagnir íbúa um byggingaráform við Krummahóla sem birtar hafa verið í Skipulagsgátt að loknu samráðsferli eru neikvæðar.
Eins og Heimildin greindi frá í sumar áformar Reykjavíkurborg að sex íbúðir muni rísa á grasbala á horni Krummahóla og Vesturhóla í Efra-Breiðholti en íbúar á svæðinu segjast fyrst hafa heyrt af áformunum nú í júní.
Reykjavíkurborg segir hins vegar að reglulegt samráð um uppbyggingu í Breiðholti hafi farið fram síðan 2015 en stærsti hlutinn átti sér stað sumarið 2020 þegar Covid-19 heimsfaraldurinn stóð sem hæst.
Engar athugasemdir bárust varðandi áformin við Krummahóla í ferlinu en annað er uppi á teningnum nú eftir að íbúar fengu heimsókn frá arkitektum í júní og tillagan var birt í Skipulagsgátt.
Sumir íbúanna eru andvígir áformum um þéttingu byggðar í Breiðholti. Aðrir fagna þeirri stefnu en segja of langt gengið við Krummahóla. Flestir taka fram að …
Athugasemdir