Íslensk kona lagði ríkið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu

María Árna­dótt­ir, sem kærði ís­lenska rík­ið fyr­ir brot á rétti til rétt­látr­ar máls­með­ferð­ar í máli sem varð­aði brot í nánu sam­bandi, vann mál sitt fyr­ir Mann­rétt­inda­dóm­stól Evr­ópu í dómi sem féll nú í morg­un.

Íslensk kona lagði ríkið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu

Dómur féll í morgun hjá Mannréttindadómstól Evrópu (MDE) í málum tveggja kvenna gegn íslenska ríkinu, annarri þeirra í vil. Komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hefði gerst brotlegt við áttundu grein Mannréttindasáttmála Evrópu, um friðhelgi einkalífs og fjölskyldu, við rannsókn lögreglu á kæru íslensku konunnar á brotum í nánu sambandi.

Er íslenska ríkinu gert að greiða henni 7.500 evrur, eða rúmlega milljón króna í bætur. 

Níu konur kærðu ríkið

Málsóknirnar tvær eru meðal níu kæra sem bárust MDE frá íslenskum konum sem töldu ríkið hafa brotið á rétti þeirra til réttlátrar málsmeðferðar í málum er varða kynbundið ofbeldi. Allar höfðu konurnar kært kynferðisofbeldi, heimilisofbeldi eða kynbundna áreitni til lögreglu en mál þeirra voru felld niður eftir rannsókn lögreglu og sú ákvörðun staðfest af ríkissaksóknara. 

Konurnar voru þegar kærurnar voru lagðar fram á aldrinum 17 til 44 ára. Meðal þess sem talið var upp að hefði farið á mis í málsmeðferð kvennanna samkvæmt kærunum til MDE voru of langur rannsóknartími, margir mánuðir sem sakborningar höfðu til að undirbúa sig fyrir skýrslutöku og samræma frásagnir, það að litið væri framhjá skýrslum vitna og það að þau væru jafnvel ekki boðuð.

Refsivörslukerfið brugðist algjörlega

María Árnadóttir, konan sem vann málið fyrir MDE, tjáði sig opinberlega um málavöxtu þegar tilkynnt var um kæruna upphaflega.

María kærði niðurfellingu lögreglu á kæru hennar á líkamsárás og hótun í nánu sambandi til ríkissaksóknara. Þá kom í ljós að málið, sem kom inn á borð lögreglu 2017, hefði aldrei verið rannsakað – vitni ekki kölluð til fyrr en eftir að lögreglan hafði sagt rannsókn málsins lokið, sakborningi ekki kynnt sakarefni fyrr en átta mánuðum eftir að kæra var lögð fram auk þess sem ávarkavottorð og önnur mikilsverð gögn voru aldrei sótt. 

Málsmeðferðin dróst þá svo á langinn að líkamsárásarbrotin fyrndust í höndum lögreglu, þrátt fyrir játningu geranda. Ríkissaksóknari gerði ýmsar athugasemdir við verklag lögreglu og var gerandi Maríu að lokum sakfelldur fyrir hótunarbrot – eina brotið sem var ekki fyrnt.

„Það var svakalega vanvirðandi og niðurlægjandi að sjá svart á hvítu að málið hafði ekki verið rannsakað, sem er sérstaklega erfitt þegar um er að ræða svona persónulegt brot, sem ofbeldi í nánu sambandi er. [...] Ég upplifði alla málsmeðferðina eins og ég væri fangi refsivörslukerfisins sem brást mér algjörlega og refsaði mér stöðugt með áfalli ofan í áfall,“ sagði María á blaðamannafundi sem haldin var vegna kærunnar á vegum 13 kvennasamtaka árið 2021.

Í flestum kærunum er vísað í eftirfarandi ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu; um réttinn til lífs, réttláta málsmeðferð, friðhelgi einkalífs, áhrifaríkt og raunhæft úrræði, bann gegn mismunun og bann við pyndingum og vanvirðandi meðferð. 

Í fréttatilkynningu á sínum tíma sagði að málin sýndu hvernig „íslenska ríkið brýtur kerfisbundið gegn rétti kvenna sem kæra kynbundið ofbeldi og bregst þannig skyldum sínum til að tryggja rétt kvenna á Íslandi til réttlátrar málsmeðferðar samkvæmt Mannréttindasáttmála Evrópu.“

Kjósa
24
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Finnbogi Tórshamar skrifaði
    Það er eins og það sé í verkferlum hjá lögreglunni að vísa þessum málum frá, á svipaðan hátt og þegar ákveðnir sjúklingar er vísað frá á bráðamóttöku Geðsviðs og í Fossvogi vegna anna. Eins og almenna viðhorfið inná vinnustaðnum sé að trúa ekki skjólstæðingnum eða að önnur mál séu mikilvægari, í biðröðinni og í málabunkanum er fólk sem getur ekki biðið og krafa yfirmanna um að láta allt ganga hratt og kötta á allt óþarfa vesens. Þessi mál eru nefninlega soldil vesen fyrir staffið, ekki mikill árangur. Mér finnst eins og bæði fjársvelti og almennt virðingarleysi og fordómar gagnvart ákveðnum hópum hafi búið til þennan kúltúr. Ég veit ekki hvursu oft ég hef heyrt fólk hafi dáið eftir að vera vísað frá neyðarmótöku Geðdeildar eða Bráðamóttöku Fossvogs, eða heyrt þolendur segja frá ömurlegri reynslu, kært og málin látin falla niður vegna lítilla sannana.
    Gott það kom upp á yfirborðið hér það sem svo mörg okkar grunuðu, að það var ekki einu sinni rannsakað. Er eins og hún hafi fengið sömu mismunun og önnur mál í sama flokki.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
4
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár