Segir leyndarmálið að giftast vel og gæta þess hverjum maður kynnist

List­d­ans­ar­inn og sagn­fræð­ing­ur­inn Ingi­björg Björns­dótt­ir er einn af tekju­hærri Hafn­firð­ing­um árs­ins. Hún seg­ist lít­ið velta pen­ing­um fyr­ir sér og hef­ur ný­lok­ið bráð­merki­legu sagn­fræði­riti um list­d­ans­sögu á Ís­landi.

Segir leyndarmálið að giftast vel og gæta þess hverjum maður kynnist
Ingibjörg Björnsdóttir Ingibjörg var lengi skólastjóri listdansskólans í Þjóðleikhúsinu þegar hann var enn starfandi.

„Ég er nú bara hérna í berjamó nærri Þingvöllum, ég ætla að tína ber til þess að búa til bláberjasultu,“ segir Ingibjörg Björnsdóttir þegar blaðamaður hafði samband við hana, en hún erá lista yfir hundrað efnuðustu Hafnfirðingana sem greiddu hæstu skattana í Hafnarfirði í ár.

Heildartekjur Ingibjargar voru 77 milljónir króna samkvæmt upplýsingum frá skattinum. Ingibjörg er líklega mörgum kunn, en hún var listdansari, sagnfræðingur og skólastjóri Listdansskóla Þjóðleikhússins eins og hann hét á árum áður. Hún hlaut riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag sitt til danslistarinnar árið 2012 og heiðursverðlaun Grímunnar árið 2020. Þá kom út bók eftir hana í síðasta jólabókaflóði. Þar skrásetti hún í fyrsta skiptið danssögu Íslands enda sagnfræðingur að mennt.

Ingibjörg hefur verið atkvæðamikil þegar kemur að menningarlífi Íslands en segist sinna smærri verkefnum í kringum dansinn í dag vegna aldurs, en hún er fædd 1942.

Spurð hvort hún lumi á leyndarmáli á bak við …

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hátekjulistinn

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár