„Ég er nú bara hérna í berjamó nærri Þingvöllum, ég ætla að tína ber til þess að búa til bláberjasultu,“ segir Ingibjörg Björnsdóttir þegar blaðamaður hafði samband við hana, en hún er á lista yfir hundrað efnuðustu Hafnfirðingana sem greiddu hæstu skattana í Hafnarfirði í ár.
Heildartekjur Ingibjargar voru 77 milljónir króna samkvæmt upplýsingum frá skattinum. Ingibjörg er líklega mörgum kunn, en hún var listdansari, sagnfræðingur og skólastjóri Listdansskóla Þjóðleikhússins eins og hann hét á árum áður. Hún hlaut riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag sitt til danslistarinnar árið 2012 og heiðursverðlaun Grímunnar árið 2020. Þá kom út bók eftir hana í síðasta jólabókaflóði. Þar skrásetti hún í fyrsta skiptið danssögu Íslands enda sagnfræðingur að mennt.
Ingibjörg hefur verið atkvæðamikil þegar kemur að menningarlífi Íslands en segist sinna smærri verkefnum í kringum dansinn í dag vegna aldurs, en hún er fædd 1942.
Spurð hvort hún lumi á leyndarmáli á bak …
Athugasemdir