Hátekjulistinn sýnir okkur virði kvótans

Bar­átt­an á Al­þingi um veiði­gjöld­in varð til þess að tekj­ur rík­is­ins hækka um nokkra millj­arða á ári. Út­gerð­arkóng­ar toppa Há­tekju­list­ann um land allt, sum­ir með millj­arða í tekj­ur hver. Sex fjöl­skyld­ur eiga um helm­ing kvót­ans og gróð­inn streym­ir í óskyld­ar grein­ar og til næstu kyn­slóða.

Hátekjulistinn sýnir okkur virði kvótans
Þorsteinn Már Baldvinsson Skattakóngur Íslands er hættur sem forstjóri Samherja og börn hans hafa eignast fyrirtækið. Hann hefur nú réttarstöðu sakbornings í Samherjamálinu svokallaða. Mynd: Heiða Helgadóttir

Hátekjulisti Heimildarinnar 2025 sýnir tekjuhæsta 1% íbúa Íslands, 3.542 manns, sem ritstjórn fann með ítarlegri leit í álagningaskrám Skattsins fyrir árið 2024.

Ólíkt tekjulistum annarra fjölmiðla tekur Hátekjulistinn mið af fjármagnstekjum jafnt og launatekjum. Fjármagnstekjur eru langstærsti hluti tekna þeirra sem ná efst á listann, enda eru þar á meðal arðgreiðslur til eigenda fyrirtækja, arfur og söluhagnaður á eignum.

Hjónin fyrrverandi sem áður áttu útgerðarfélagið Samherja, Þorsteinn Már Baldvinsson og Helga S. Guðmundsdóttir, tróna á toppi Hátekjulista Heimildarinnar 2024 með 4,7 og 4,6 milljarða í heildartekjur hvort fyrir sig. Samherji fer með 8,72% af öllum fiskveiðiheimildum í ár en þá eru ótaldar þær sem eigendur hans stýra í gegnum tengd fyrirtæki eins og Síldarvinnsluna.

Börnin þeirra eiga nú Samherja sem þau fengu með seljendaláni frá foreldrum sínum og fyrirframgreiddum arfi.

Hátekjulistinn gefur þannig margar vísbendingar um hversu mikill auður hefur safnast upp í …

Kjósa
73
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • PB
    Peik Bjarnason skrifaði
    Árið 1978 var fyrirtækjum gert heimilt að eiga fyrirtæki!
    0
  • TM
    Tómas Maríuson skrifaði
    "Á meðan borgar hins vegar láglaunamanneskja í neðsta skattþrepi 31,49 prósent af launum sínum í tekjuskatt en er ólíkleg til að hafa mikið af fjármagnstekjum ..."
    Nú, á hún nokkrar krónur á bankareikningi borgar hún fjármagnstekjuskatt af væntanlegum vaxtagreiðslum - þó þessar greiðslur rétt ná (eða ná ekki) að halda verðgildi innistæðunnar vegna verðbólgu.
    Hún borgar sem sagt skatt fyrir það að eign hennar í bankanum ryrnar ekki en stórfjármagnseigendur vóru með harmakvein í gegn um leppa þeirra á þingi allt vorið fyrir það að vera krafðir um sanngjarnt gjald fyrir afnot auðlindar sem þjóðin á.
    4
  • Sveinn Ingólfsson skrifaði
    Maður fyllist af mikilli sorg við að lesa þetta.
    Á meðan "eigendur" kvótans hirða milljarðar af því sem á að heita þjóðareign en er í framkvæmt eign kvótahafa eru til börn á Íslandi sem jafnvel svelta í lok mánaðar þar sem aðstandendur hafa ekki efni á að veita börnum sínum lámarkslifibrauð.
    Hér er spillingin ofboðsleg. Svo heldur stjórnarandstaða uppi málþjófi vikum saman og stoppar eðlilega starfsemi alþingins. Þetta sést best á framgöngu varaformanns Sjálfstæðinsflokkins.
    Um var að ræða smáupphæð miðað við það sem kvótaeigendur hafa í tekjur. Ég hefði talið eðlilegt að veiðigjöldin væru minnst helmimgur að þeirri upphæð sem kvótaleigan er á almennum markaði. Þannig myndi varaformaður Sjálfstæðisflokkins og hans fólk þurfa að borga hálfan milljarð í veiðigjöld og fengið þá annað eins í sinn vasa, í rauninni fyrir ekki neitt. Væri það ekki nokkuð gott fyrir að leiga frá sér eign sem sagt er að sé eign þjóðarinnar?
    Hvað með börnin á Íslandi sem fá ekki það sem önnur börn fá vegna þess að aðstandendur þeirra fá aðeins lágmarkslaun og eiga jafnvel ekki fyrir mat síðustu daga mánaðarins. Sem dæmi má nefna einstæðar mæður á leigumarknaðir.
    Ég kaus ekki Flokks fólkins og mun ekki gera það. Inga Sæland hefur ekki staðið við það sem hún talaði svo mikið um. Hún hefur valdið mér vonbrigðum. Að vísu hefur stjórnarandstaðan tafið fyrir með málþjófi sínu svo þetta er ekki fullreynt.

    Og að lokum;

    Ég vona innilega að veiðigjöldin verði hækkuð mun meira í náinni framtíð.
    Sagt er að þjóðin eigi fiskinn í sjónum en í framkvæmt eru það kvótahafendur sem eiga hann.
    8
    • Margrét Sólveig Ólafsdóttir skrifaði
      Inga er þó búin að koma hækkun öryrkja í gegn. Fyrir suma er þetta víst töluverð kjarabót.
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hátekjulistinn

Mest lesið

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Náum ekki verðbólgumarkmiði fyrr en 2027 – launahækkanir lykilþáttur
4
Fréttir

Ná­um ekki verð­bólgu­mark­miði fyrr en 2027 – launa­hækk­an­ir lyk­il­þátt­ur

Vara­seðla­banka­stjóri seg­ir bank­ann gera ráð fyr­ir að verð­bólga hækki aft­ur áð­ur en hún lækk­ar. Spár Seðla­bank­ans geri ráð fyr­ir að verð­bólgu­markmið ná­ist á fyrri hluta 2027. Launa­hækk­an­ir sem tryggð­ar voru í síð­ustu kjara­samn­ing­um hafi gegnt lyk­il­hlut­verki í því að við­halda inn­lend­um hluta verð­bólg­unn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár