Hátekjulisti Heimildarinnar 2025 sýnir tekjuhæsta 1% íbúa Íslands, 3.542 manns, sem ritstjórn fann með ítarlegri leit í álagningaskrám Skattsins fyrir árið 2024.
Ólíkt tekjulistum annarra fjölmiðla tekur Hátekjulistinn mið af fjármagnstekjum jafnt og launatekjum. Fjármagnstekjur eru langstærsti hluti tekna þeirra sem ná efst á listann, enda eru þar á meðal arðgreiðslur til eigenda fyrirtækja, arfur og söluhagnaður á eignum.
Hjónin fyrrverandi sem áður áttu útgerðarfélagið Samherja, Þorsteinn Már Baldvinsson og Helga S. Guðmundsdóttir, tróna á toppi Hátekjulista Heimildarinnar 2024 með 4,7 og 4,6 milljarða í heildartekjur hvort fyrir sig. Samherji fer með 8,72% af öllum fiskveiðiheimildum í ár en þá eru ótaldar þær sem eigendur hans stýra í gegnum tengd fyrirtæki eins og Síldarvinnsluna.
Börnin þeirra eiga nú Samherja sem þau fengu með seljendaláni frá foreldrum sínum og fyrirframgreiddum arfi.
Hátekjulistinn gefur þannig margar vísbendingar um hversu mikill auður hefur safnast upp í …
Athugasemdir