Hátekjulisti Heimildarinnar 2025 sýnir tekjuhæsta 1% íbúa Íslands, 3.542 manns, sem ritstjórn fann með ítarlegri leit í álagningaskrám Skattsins fyrir árið 2024.
Ólíkt tekjulistum annarra fjölmiðla tekur Hátekjulistinn mið af fjármagnstekjum jafnt og launatekjum. Fjármagnstekjur eru langstærsti hluti tekna þeirra sem ná efst á listann, enda eru þar á meðal arðgreiðslur til eigenda fyrirtækja, arfur og söluhagnaður á eignum.
Hjónin fyrrverandi sem áður áttu útgerðarfélagið Samherja, Þorsteinn Már Baldvinsson og Helga S. Guðmundsdóttir, tróna á toppi Hátekjulista Heimildarinnar 2024 með 4,7 og 4,6 milljarða í heildartekjur hvort fyrir sig. Samherji fer með 8,72% af öllum fiskveiðiheimildum í ár en þá eru ótaldar þær sem eigendur hans stýra í gegnum tengd fyrirtæki eins og Síldarvinnsluna.
Börnin þeirra eiga nú Samherja sem þau fengu með seljendaláni frá foreldrum sínum og fyrirframgreiddum arfi.
Hátekjulistinn gefur þannig margar vísbendingar um hversu mikill auður hefur safnast upp í …
Á meðan "eigendur" kvótans hirða milljarðar af því sem á að heita þjóðareign en er í framkvæmt eign kvótahafa eru til börn á Íslandi sem jafnvel svelta í lok mánaðar þar sem aðstandendur hafa ekki efni á að veita börnum sínum lámarkslifibrauð.
Hér er spillingin ofboðsleg. Svo heldur stjórnarandstaða uppi málþjófi vikum saman og stoppar eðlilega starfsemi alþingins. Þetta sést best á framgöngu varaformanns Sjálfstæðinsflokkins.
Um var að ræða smáupphæð miðað við það sem kvótaeigendur hafa í tekjur. Ég hefði talið eðlilegt að veiðigjöldin væru minnst helmimgur að þeirri upphæð sem kvótaleigan er á almennum markaði. Þannig myndi varaformaður Sjálfstæðisflokkins og hans fólk þurfa að borga hálfan milljarð í veiðigjöld og fengið þá annað eins í sinn vasa, í rauninni fyrir ekki neitt. Væri það ekki nokkuð gott fyrir að leiga frá sér eign sem sagt er að sé eign þjóðarinnar?
Hvað með börnin á Íslandi sem fá ekki það sem önnur börn fá vegna þess að aðstandendur þeirra fá aðeins lágmarkslaun og eiga jafnvel ekki fyrir mat síðustu daga mánaðarins. Sem dæmi má nefna einstæðar mæður á leigumarknaðir.
Ég kaus ekki Flokks fólkins og mun ekki gera það. Inga Sæland hefur ekki staðið við það sem hún talaði svo mikið um. Hún hefur valdið mér vonbrigðum. Að vísu hefur stjórnarandstaðan tafið fyrir með málþjófi sínu svo þetta er ekki fullreynt.
Og að lokum;
Ég vona innilega að veiðigjöldin verði hækkuð mun meira í náinni framtíð.
Sagt er að þjóðin eigi fiskinn í sjónum en í framkvæmt eru það kvótahafendur sem eiga hann.