Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Kosningar og Eurovision sama kvöld

Loka­kvöld Söngv­akeppni Eurovisi­on verð­ur hald­ið 16. maí á næsta ári, sama dag og sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar fara fram um land allt.

Kosningar og Eurovision sama kvöld
Væb Væb kepptu fyrir hönd Íslands í Eurovision í fyrra. Mynd: Eurovision

Tilkynnt var í morgun að Söngvakeppni Eurovision yrði haldin í Wiener Stadthalle, stærstu tónleikarhöll Vínar í Austurríki á næsta ári.

Lokakvöldið fer fram 16. maí en sama dag verða haldar sveitarstjórnarkosningar á Íslandi.

Þetta verður í sjötugasta skiptið sem keppnin fer fram en um 166 milljónir áhorfenda í 37 löndum horfðu á keppnina í fyrra. Enn fleiri fylgdust með á samfélagsmiðlum eins og Instagram og TikTok.

Sigurvegari keppninnar í fyrra, tónlistarmaðurinn JJ, sem heitir Johannes Pietsch, kallaði eftir því í fyrra að Ísrael yrði útilokað frá keppninni vegna innrásarinnar í Gaza. Mætti hann miklum mótbyr í Austurríki, heimalandi sínu, sem stutt hefur dyggilega við bakið á Ísrael.

Keppnin var haldin í sömu tónleikahöll árið 2015 eftir sigur Conchita Wurst árið áður.

Samkvæmt vef Landskjörstjórnar fara sveitarstjórnarkosningar fara fram þriðja laugardag í maímánuði sem ekki ber upp á laugardag fyrir hvítasunnu. Beri sveitarstjórnarkosningar upp á laugardag fyrir hvítasunnu skal kjördegi flýtt um eina viku.

62 sveitarfélög eru á Íslandi samkvæmt vef Samtaka íslenskra sveitarfélaga og kosið verður um sveitarstjórnir í þeim öllum.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Stella Kristjánsdóttir skrifaði
    Ég hef engan áhuga lengur á söngvakeppninni þegar Ísrael fær að vera með eins og ekkert hafi gerst. Sveitastjónakosningar verða vara málið þetta kvöld.
    2
    • MS
      Michael Schulz skrifaði
      I couldn't agree more! It has become imperativ for any ethically acting government to totally stop any cooperation and contacts with Zionist colonial Israel !
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
5
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár