Tilkynnt var í morgun að Söngvakeppni Eurovision yrði haldin í Wiener Stadthalle, stærstu tónleikarhöll Vínar í Austurríki á næsta ári.
Lokakvöldið fer fram 16. maí en sama dag verða haldar sveitarstjórnarkosningar á Íslandi.
Þetta verður í sjötugasta skiptið sem keppnin fer fram en um 166 milljónir áhorfenda í 37 löndum horfðu á keppnina í fyrra. Enn fleiri fylgdust með á samfélagsmiðlum eins og Instagram og TikTok.
Sigurvegari keppninnar í fyrra, tónlistarmaðurinn JJ, sem heitir Johannes Pietsch, kallaði eftir því í fyrra að Ísrael yrði útilokað frá keppninni vegna innrásarinnar í Gaza. Mætti hann miklum mótbyr í Austurríki, heimalandi sínu, sem stutt hefur dyggilega við bakið á Ísrael.
Keppnin var haldin í sömu tónleikahöll árið 2015 eftir sigur Conchita Wurst árið áður.
Samkvæmt vef Landskjörstjórnar fara sveitarstjórnarkosningar fara fram þriðja laugardag í maímánuði sem ekki ber upp á laugardag fyrir hvítasunnu. Beri sveitarstjórnarkosningar upp á laugardag fyrir hvítasunnu skal kjördegi flýtt um eina viku.
62 sveitarfélög eru á Íslandi samkvæmt vef Samtaka íslenskra sveitarfélaga og kosið verður um sveitarstjórnir í þeim öllum.
Athugasemdir