Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Kosningar og Eurovision sama kvöld

Loka­kvöld Söngv­akeppni Eurovisi­on verð­ur hald­ið 16. maí á næsta ári, sama dag og sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar fara fram um land allt.

Kosningar og Eurovision sama kvöld
Væb Væb kepptu fyrir hönd Íslands í Eurovision í fyrra. Mynd: Eurovision

Tilkynnt var í morgun að Söngvakeppni Eurovision yrði haldin í Wiener Stadthalle, stærstu tónleikarhöll Vínar í Austurríki á næsta ári.

Lokakvöldið fer fram 16. maí en sama dag verða haldar sveitarstjórnarkosningar á Íslandi.

Þetta verður í sjötugasta skiptið sem keppnin fer fram en um 166 milljónir áhorfenda í 37 löndum horfðu á keppnina í fyrra. Enn fleiri fylgdust með á samfélagsmiðlum eins og Instagram og TikTok.

Sigurvegari keppninnar í fyrra, tónlistarmaðurinn JJ, sem heitir Johannes Pietsch, kallaði eftir því í fyrra að Ísrael yrði útilokað frá keppninni vegna innrásarinnar í Gaza. Mætti hann miklum mótbyr í Austurríki, heimalandi sínu, sem stutt hefur dyggilega við bakið á Ísrael.

Keppnin var haldin í sömu tónleikahöll árið 2015 eftir sigur Conchita Wurst árið áður.

Samkvæmt vef Landskjörstjórnar fara sveitarstjórnarkosningar fara fram þriðja laugardag í maímánuði sem ekki ber upp á laugardag fyrir hvítasunnu. Beri sveitarstjórnarkosningar upp á laugardag fyrir hvítasunnu skal kjördegi flýtt um eina viku.

62 sveitarfélög eru á Íslandi samkvæmt vef Samtaka íslenskra sveitarfélaga og kosið verður um sveitarstjórnir í þeim öllum.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Stella Kristjánsdóttir skrifaði
    Ég hef engan áhuga lengur á söngvakeppninni þegar Ísrael fær að vera með eins og ekkert hafi gerst. Sveitastjónakosningar verða vara málið þetta kvöld.
    2
    • MS
      Michael Schulz skrifaði
      I couldn't agree more! It has become imperativ for any ethically acting government to totally stop any cooperation and contacts with Zionist colonial Israel !
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
1
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár