Kosningar og Eurovision sama kvöld

Loka­kvöld Söngv­akeppni Eurovisi­on verð­ur hald­ið 16. maí á næsta ári, sama dag og sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar fara fram um land allt.

Kosningar og Eurovision sama kvöld
Væb Væb kepptu fyrir hönd Íslands í Eurovision í fyrra. Mynd: Eurovision

Tilkynnt var í morgun að Söngvakeppni Eurovision yrði haldin í Wiener Stadthalle, stærstu tónleikarhöll Vínar í Austurríki á næsta ári.

Lokakvöldið fer fram 16. maí en sama dag verða haldar sveitarstjórnarkosningar á Íslandi.

Þetta verður í sjötugasta skiptið sem keppnin fer fram en um 166 milljónir áhorfenda í 37 löndum horfðu á keppnina í fyrra. Enn fleiri fylgdust með á samfélagsmiðlum eins og Instagram og TikTok.

Sigurvegari keppninnar í fyrra, tónlistarmaðurinn JJ, sem heitir Johannes Pietsch, kallaði eftir því í fyrra að Ísrael yrði útilokað frá keppninni vegna innrásarinnar í Gaza. Mætti hann miklum mótbyr í Austurríki, heimalandi sínu, sem stutt hefur dyggilega við bakið á Ísrael.

Keppnin var haldin í sömu tónleikahöll árið 2015 eftir sigur Conchita Wurst árið áður.

Samkvæmt vef Landskjörstjórnar fara sveitarstjórnarkosningar fara fram þriðja laugardag í maímánuði sem ekki ber upp á laugardag fyrir hvítasunnu. Beri sveitarstjórnarkosningar upp á laugardag fyrir hvítasunnu skal kjördegi flýtt um eina viku.

62 sveitarfélög eru á Íslandi samkvæmt vef Samtaka íslenskra sveitarfélaga og kosið verður um sveitarstjórnir í þeim öllum.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár