Enn lengist biðin

Eft­ir margra ára seink­un og alls kyns vafst­ur var í apríl 2020 til­kynnt að göng­in und­ir Femern belt­ið og sam­nefnt sund sem eiga að tengja Dan­mörku og Þýska­land sam­an yrðu til­bú­in ár­ið 2029, jafnt fyr­ir bíla og járn­braut­ar­lest­ir. Nú er enn einu sinni kom­ið babb í bát­inn.

Enn lengist biðin

Eftir margra ára seinkun og alls kyns vafstur var í apríl 2020 tilkynnt að göngin undir Femern beltið og samnefnt sund sem eiga að tengja Danmörku og Þýskaland saman yrðu tilbúin árið 2029, jafnt fyrir bíla og járnbrautarlestir. Nú er enn einu sinni komið babb í bátinn.

Kristján I konungur ku hafa krafist þess árið 1454 að komið yrði á öruggum siglingum milli Ruthby (eins og Rødby hét þá) á Lálandi  og Femern í Þýskalandi. Það næði ekki nokkurri átt að þurfa að skrölta í hestvagni og einhverjum hægfara fleyjum fyrst yfir á Fjón og svo til Jótlands til að komast til Hamborgar. ,,Ég vil fá beina línu (fugleflugtslinje)“ sagði kóngsi. En það liðu ár og aldir áður en almennilegar og tryggar samgöngur sem hægt væri að kalla beina línu milli Rødby og Femern komust á.

Um 1850 voru járnbrautarlestir að ryðja sér til rúms bæði í Þýskalandi og Danmörku, og lestarteinar voru lagðir milli allmargra stærri staða í báðum löndum.

Hugmynd Gustav Kröhnke

Á miðju ári 1863 gekk Gustav Kröhnke (stundum skrifað Kruhnke) á fund Friðriks VII Danakonungs og sýndi honum upprátt sem hann hafði gert. Kröhnke var þýskur verkfræðingur og hafði unnið ýmis verkefni fyrir kónginn, sem kallaði hann iðulega byggingameistara sinn. Uppdrátturinn sem Kröhnke lagði á stóra borðið í Kristjánsborgarhöllinni sýndi hugmyndir hans um járnbraut frá Kaupmannahöfn til Hamborgar.

Í stuttu máli var hugmyndin sú að brautin yrði í beinni línu en yfir Femern beltið yrði lögð brú eða flóðgarður (eins og Kröhnke orðaði það) sem lestin færi um. Þessi hugmynd einkenndist af nokkurri bjartsýni, sérstaklega varðandi tenginguna yfir Femern beltið. Konungur, sem lést um haustið, hvatti Kröhnke til að útfæra þessa hugmynd betur sem hann gerði. Fjárveiting fékkst síðar til að leggja járnbraut og gera ferjuhöfn við Rødby en ekki varð meira úr þessum hugmyndum Kröhnke fyrr en síðar, einkum vegna fjárskorts.

Frá framkvæmdunum Lengstu neðan­sjáv­ar­ganga heims munu liggja frá Dan­mörku til Þýska­lands.

Samkomulag sem ekkert varð úr

Árið 1920 sammæltust stjórnendur þýsku og dönsku ríkisjárnbrautanna um að taka málið upp að nýju. Gerðar voru nýjar áætlanir og þar var gert ráð fyrir brú yfir Femern beltið. Ekkert varð hinsvegar úr þessum áætlunum. Nú liðu 35 ár en árið 1955 var gerður samningur um fastar ferðir vöruflutningaferja milli Danmerkur og Þýskalands, brúarhugmyndin var úr sögunni. Árið 1963 hófust fastar ferðir farþegalesta yfir Femern beltið, með járnbrautatenginum beggja vegna, 100 ár voru þá síðan Kröhnke sýndi Friðriki VII hugmyndir sínar. Þessi siglingaleið frá Rødby á Lálandi til Puttgarden á Femern eyju er ætíð nefnd fugleflugtslinjen og siglingin tekur um þrjá stundarfjórðunga. Þess má geta að árið 1988 höfðu samtals 100 milljónir farþega tekið sér far með ,,fugleflugtslinjen“.

Rætt og reiknað, tímamót og breyttir tímar

Stóraukin bílaeign og ferðalög almennings á áttunda og níunda áratug síðustu aldar áttu ugglaust stóran þátt í að ,,brúarhugmyndin“ var enn á ný endurvakin. 1985 hittust samgönguráðherrar Danmerkur og Þýskalands á nokkrum fundum en engar ákvarðanir voru teknar. Árið 2008 urðu hinsvegar tímamót, þá samþykktu þjóðþing Danmerkur og Þýskalands samkomulag um gerð tengingar yfir Femern beltið. Þá þurfti að reikna kostnað og gera tímaáætlun. Til þess voru fengin tvö ráðgjafafyrirtæki sem skiluðu skýrslum sínum árið 2011. Margt hafði breyst síðan fyrst var farið að tala um brú og bæði ráðgjafafyrirtækin töldu göng mun æskilegri valkost. Tækninni hafði fleygt fram og kostnaðurinn við göng lítið meiri en að brúa. Göngin sem þarna var um rætt voru einskonar risarör, steyptar einingar sem tengdar eru saman og liggja á botninum. Kostnaðurinn langtum minni en að bora. Göngin sjálf um það bil 18 kílómetra löng, með landfyllingum beggja vegna. Hver eining um það bil 200 metra löng, 40 metra breið og 9 metra há. Slík eining er engin léttavara, um 73,500 tonn. Gert var ráð fyrir tveimur akreinum í hvora átt fyrir bíla og tvöföldum lestarteinum. Ráðgjafafyrirtækin gerðu bæði ráð fyrir að framkvæmdir tækju átta ár og ef strax yrði hafist handa kæmust göngin í gagnið árið 2020. Öllum, nema kannski ráðgjafafyrirtækjunum, var ljóst að þetta gengi ekki eftir.

Ljónin í veginum

Eins og áður var nefnt voru áætlanir ráðgjafafyrirtækjanna varðandi framkvæmdatíma og verklok óraunhæfar með öllu. Eftir að samkomulagið var undirritað rigndi inn kærum, fæsta grunaði kannki að þær yrðu 30 þúsund eins raunin varð. Margar vegna umhverfismála. Langan tíma tók að ganga frá fjármálahliðinni en danska þingið samþykkti 24. apríl 2020  að verkið gæti hafist og þá fór undirbúningur í fullan gang.

Margir þýskir stjórnmálamenn voru andsnúnir því að ráðast í þessa stóru framkvæmd, það var ekki síst peningahliðin sem stóð í þeim. En í nóvember árið 2020 vísaði þýski stjórnlagadómstóllinn öllum kærum og kvörtunum á bug og þar með var ekkert því til fyrirstöðu að framkvæmdin gæti hafist.

Frá framkvæmdunumBæði lest­ar og bif­reiðar geta farið um göng­in þegar þau verða tilbúin og er áætlað að ferðalagið taki um 10 mín­út­ur.

Danir borga mest en fá líka tekjurnar

Eftir langar og strangar viðræður um peningamálin varð niðurstaðan sú að Þjóðverjar borgi allt sín megin en Danir allt sín megin og göngin sjálf. Heildarkostnaðurinn er áætlaður um 100 milljarða danskra króna ( 1900 milljarðar íslenskir), hlutur Dana er um það bil 60 prósent af heildarupphæðinni. Innheimt verður veggjald sem Danir fá allar tekjur af. Upphæð þess liggur ekki fyrir en áætlanir frá árinu 2020 gerðu ráð fyrir að fullt gjald fyrir fólksbíl yrði um 500 krónur danskar ( tæpar 10 þúsund íslenskar). Gert er ráð fyrir að göngin verði greidd upp á 36 árum en það veltur vitaskuld á umferðinni.  Þegar göngin komast í gagnið verður vegalengdin milli Kaupmannahafnar og Hamborgar 370 kílómetrar, álíka og frá Reykjavík til Akureyrar. Ef ekið er frá Kaupmannahöfn um Fjón og Jótland til Hamborgar er vegalengdin um 500 kílómetrar.

Snurða á þráðinn

Eins og nefnt var í inngangi þessa pistils var gert ráð fyrir að Femern tengingin yrði tilbúin til notkunar árið 2029, fyrir bíla og járnbrautarlestir. Fyrir skömmu greindi þýski netmiðillinn SHZ frá því að framkvæmdir við gangagerð milli Femern, sem er eyja, og þýska fastalandsins væru ekki hafnar. Þau göng sem verða líklega um tveggja kílómetra löng, eru forsenda þess að járnbrautarlestir geti notað Femern tenginguna. Danska dagblaðið Politiken hefur fjallað um málið og þar kom fram að minnsta kosti sex ár muni líða frá veitingu framkvæmdaleyfis þar til göngin verði tilbúin. Framkvæmdaleyfið liggur ekki fyrir. Þýska samgönguráðuneytið hefur ekki svarað fyrirspurn Politiken vegna málsins en í skriflegu svari danska samgönguráðherrans, Thomas Danielsen, segir að hann viti af málinu og hafi óskað skýringa frá Þjóðverjum.

Danskir stjórnmálamenn sem Politiken ræddi við hafa lýst mikilli óánægju og undrun vegna þessara óvæntu frétta frá Þýskalandi.

Rétt er að taka fram að gert er ráð fyrir að göngin undir Femern beltið verði opnuð fyrir bílaumferð árið 2029 og seinkun á járnbrautartengingunni hafi ekki áhrif á þá umferð. Allt bendir hinsvegar til að fólks- og vöruflutningar með járnbrautarlestum hefjist í fyrsta lagi árið 2031.

Til glöggvunar er rétt að benda á að Femern belti og Femern sund er sitthvað. Femern beltið liggur milli Lálands í Danmörku og þýsku eyjunnar Femern en Femern sundið á milli eyjunnar  Femern og þýska fastalandsins. 

 

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár