Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að hefja formlega rannsókn á því hvort Storytel Iceland ehf. og Storyside AB – saman nefnd Storytel –hafi brotið gegn banni við misnotkun á markaðsráðandi stöðu samkvæmt samkeppnislögum og EES-samningnum. Þetta kemur fram í frétt sem Samkeppniseftirlitið sendi frá sér í dag.
Í fréttinni segir: „Storytel Iceland ehf. rekur streymisveitu fyrir hljóð- og rafbækur á Íslandi. Storyside AB annast útgáfu á bókum sem boðnar eru fram á streymisveitunni. Umrædd félög eru í eigu Storytel AB sem er skráð í Svíþjóð og tekur rannsókn Samkeppniseftirlitsins einnig til móðurfélagsins.“
Málið rakið til kvörtunar RSÍ
Þá segir: „Málið á rætur sínar að rekja til kvörtunar frá Rithöfundasambandi Íslands, RSÍ. Frá því að kvörtunin barst hefur Samkeppniseftirlitið við forskoðun málsins aflað upplýsinga, meðal annars frá Storytel, sem hefur hafnað því að vera markaðsráðandi eða hafa misnotað slíka stöðu.
Rannsókn Samkeppniseftirlitsins mun í fyrsta lagi beinast að því hvort Storytel teljist markaðsráðandi, …
Athugasemdir