Þórdís Hólm Filipsdóttir er barn listamanna. Móðir hennar er Vigdís Grímsdóttir rithöfundur og faðir hennar er Filip Woolford, myndlistarmaður og skipasmiður. Hún á albróður sem er fimm árum eldri. Og hálfbróður í gegnum föður.
Þórdís var þriggja ára þegar fjölskyldan flutti til Danmerkur þar sem móðir hennar þreif Den Danske Bank á daginn og skrifaði á nóttunni og faðir hennar var þar í myndlistarnámi. Þau bjuggu í tvö ár í kóngsins København.
Svo fluttu þau heim og bjuggu í íbúð við Njálsgötu, þar sem þetta viðtal er tekið. Þórdís býr núna á æskuheimili sínu með börnunum sínum tveimur. Hún var fimm ára og stóð við dyrnar fram á gang þegar móðir hennar tilkynnti henni að pabbi hennar myndi flytja til móður sinnar.
„Ég hafði ekki tekið eftir neinu en þannig var það. Ég man að mér fannst þetta vera svolítið leiðinlegt, en þegar maður er barn fylgir maður straumnum. …









































Athugasemdir