Lektor segir kröfuna um að hann verði rekinn, árás á sitt akademíska frelsi

Ingólf­ur Gísla­son seg­ir harða gagn­rýni sem hef­ur beinst að hon­um vegna mót­mæla í tengsl­um við Há­skóla Ís­lands, árás á sitt eig­ið aka­demíska frelsi. Hann seg­ir tal um að kæra hann fyr­ir brot á siða­regl­um há­skól­ans til­raun til þess að bæla nið­ur gagn­rýn­isradd­ir.

Lektor segir kröfuna um að hann verði rekinn, árás á sitt akademíska frelsi
Ingólfur Gíslason var staddur á mótmælum í sal Þjóðminjasafnsins, þar sem ísraelskur prófessor átti að halda fyrirlestur um gervigreind á vinnumarkaði. Mynd: Víkingur

„Ég lít á þessar árásir, ef einhver krefst þess að ég verði rekinn, sem árásir á mitt akademíska frelsi,“ segir Ingólfur Gíslason, lektor við menntasvið Háskóla Íslands. Hann tók þátt í mótmælum gegn ísraelskum prófessor sem hugðist halda erindi um gervigreind á vegum Gylfa Zoega, prófessors í hagfræði, í fundarsal Þjóðminjasafnsins í síðustu viku. Hópur mótmælenda mætti á fyrirlesturinn og Gylfi aflýsti fundinum eftir orðaskipti við mótmælendur.

Mótmælendur krefjast þess að árásum Ísraela á Palestínumenn linni og voru ósáttir við að prófessor frá Bar-Ilan-háskólanum í Ísrael fengi að halda gagnrýnislaust erindi hér á landi. Það er í anda alþjóðlegrar sniðgönguhreyfingar gegn Ísrael, þar sem mótmælendur reyna að þvinga Ísrael til að hætta árásarhernaði á Gaza. Þá halda mótmælendur því fram að háskólinn eigi í virku samstarfi við ísraelska herinn, meðal annars í gegnum svokallað „hakkathon“ með alræmdum öryggissveitum Ísraels og með því að veita námseiningar fyrir þátttöku í hernaði.

Ísraelski …

Kjósa
44
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • MM
    Markus Moller skrifaði
    Lektorinn hefði átt að lesa Voltaire aftur áður en hann reyndi að þagga niðri í Ísraelsmanninum og koma þannig í veg fyrir mikilvæga umræðu. Ekki mæli ég stefnu og gerðum ísraelskra stjórnvalda bót, nema síður sé, en það er mikilvægara að beita rökum en beita yfirgangi og þöggun.
    -3
  • ÆK
    Ævar Kjartansson skrifaði
    Hugrekki er alltaf mikilvægt, ekki síst hjá háskólafólki
    4
  • Björg Sverrisdóttir skrifaði
    Vel gert hja Ingolfi og á hann þakkir skilið fyrir að standa a móti hryllingnum sem Israelar standa fyrir. Morðingjum á alltaf að mótmæla harkalega ! Enn harkalegar en þetta !
    6
  • MS
    Michael Schulz skrifaði
    I see Ingólfur Gíslason standing on the right side of history and principles, incl. the ethics of academia and individual morals!
    5
  • Jón M Ívarsson skrifaði
    Vel gert hjá lektornum. Maður sem þorir að standa með skoðunum sínum.
    10
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár