„Ég lít á þessar árásir, ef einhver krefst þess að ég verði rekinn, sem árásir á mitt akademíska frelsi,“ segir Ingólfur Gíslason, lektor við menntasvið Háskóla Íslands. Hann tók þátt í mótmælum gegn ísraelskum prófessor sem hugðist halda erindi um gervigreind á vegum Gylfa Zoega, prófessors í hagfræði, í fundarsal Þjóðminjasafnsins í síðustu viku. Hópur mótmælenda mætti á fyrirlesturinn og Gylfi aflýsti fundinum eftir orðaskipti við mótmælendur.
Mótmælendur krefjast þess að árásum Ísraela á Palestínumenn linni og voru ósáttir við að prófessor frá Bar-Ilan-háskólanum í Ísrael fengi að halda gagnrýnislaust erindi hér á landi. Það er í anda alþjóðlegrar sniðgönguhreyfingar gegn Ísrael, þar sem mótmælendur reyna að þvinga Ísrael til að hætta árásarhernaði á Gaza. Þá halda mótmælendur því fram að háskólinn eigi í virku samstarfi við ísraelska herinn, meðal annars í gegnum svokallað „hakkathon“ með alræmdum öryggissveitum Ísraels og með því að veita námseiningar fyrir þátttöku í hernaði.
Ísraelski …
Athugasemdir (5)