Nýr forseti, Karol Nawrocki, sór embættiseið í Póllandi í dag. Um leið kallaði hann eftir „fullvalda Póllandi“ og hét því að „berjast gegn þeim sem ýta þjóðinni í átt að hnignun“.
Nawrocki er 42 ára, þjóðernissinni og stuðningsmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta.
Sigur hans í forsetakosningum þann 1. júní var mikið áfall fyrir Evrópusinnaða ríkisstjórn forsætisráðherra Donalds Tusk, fyrrverandi forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins.
„Ég mun vera rödd þeirra sem vilja fullvalda Pólland sem er í Evrópusambandinu, en Pólland sem er ekki Evrópusambandið,“ sagði nýi forsetinn við þingmenn eftir að hafa svarið embættiseið.
„Við verðum að berjast gegn þeim sem ýta þjóðinni í átt að hnignun og niðurlægingu,“ hélt hann áfram og vitnaði í Ignacy Paderewski, pólskan forsætisráðherra frá byrjun 20. aldar.
Búa sig undir átök
Nawrocki hefur kallað ríkisstjórn Tusk „verstu“ í sögu Póllands eftir fall kommúnismans.
Forsætisráðherran sagðist „auðvitað undirbúinn“ fyrir „átök“ við nýja forsetann. Hann varaði Nawrocki við því …
Athugasemdir