Sterkir vindar gera slökkviliði erfitt fyrir að ná tökum á skógareldi sem logar nærri spænska ferðamannabænum Tarifa, en rýma þurfti svæðið vegna eldanna.
Tarifa er lítill strandbær í Andalúsíu á suðurströnd Spánar, þar sem búa um 19 þúsund íbúar. Bærinn er syðsti punktur meginlands Evrópu og liggur við Gíbraltarsund, þar sem Miðjarðarhafið og Atlantshafið mætast. Þaðan er hægt að taka ferju yfir til Marokkó.
Þar eru langar, breiðar strendur með hvítum sandi sem eru vinsælar á meðal vatnaíþróttafólks, en svæðið er þekkt fyrir sterka vinda sem laða að brimbrettakappa.
Eldurinn kviknaði í húsbíl
Spænska ríkissjónvarpið TVE greindi frá því að eldur hefði kviknað í húsbíl á tjaldsvæði nærri La Peña, skógi vöxnu svæði við strönd fyrir utan Tarifa.
Það kviknaði í húsbílnum í gær en eldurinn breiddist hratt út vegna sterkra vinda. Þó að slökkvilið hafi tryggt öryggi svæða í nálægt hótelum og öðrum ferðamannagististöðum, hafði ekki tekist að …
Athugasemdir