Meinað að styðja Palestínu í Pride-göngu Berlínar

Söng­kon­an Ás­dís María fékk ekki að vera með skilti til stuðn­ings Palestínu á vagni Uni­versal-út­gáfu­fyr­ir­tæk­is­ins í Pri­de-göngu Berlín­ar um helg­ina. Hún yf­ir­gaf vagn­inn frek­ar en að skila skilt­inu.

Meinað að styðja Palestínu í Pride-göngu Berlínar
Ásdís María Söngkonan fékk að heyra að skiltið væri ekki leyfilegt samkvæmt reglum Pride-göngunnar.

Ásdís María Viðarsdóttir, íslensk söngkona sem nýtur mikilla vinsælda í Þýskalandi og er á mála hjá útgáfufyrirtækinu Universal, fékk ekki að bera skilti til stuðnings Palestínu á vagni fyrirtækisins í Pride-göngunni í Berlín sem fram fór á laugardag.

Ásdís María er vinsæl poppstjarna í Þýskalandi og var boðið að vera á vagni Universal útgáfunnar í Berlin Pride göngunni. Hátíðarhöldin eru kennd við Christopher Street Day (CSD) til minningar um Stonewall-mótmælin í New York árið 1969 þegar hinsegin fólk reis upp gegn lögreglunni.

„Ég gerði skilti, eins og maður á að gera fyrir mótmælagöngu,“ segir Ásdís María. „Hinsegin fólk stendur alltaf með öðrum kúguðum hópum. Það er í okkar samfélagi að gera það og ég hélt að það væri svo ótrúlega sjálfsagt. Þannig að ég gerði skilti sem stóð á „queers for Palestine“ með palestínska fánanum. Svo gerði ég annað skilti sem á stóð „protect the dolls, protect black trans youth, queer liberation, love is love, free Palestine, period“.“

„Mín skoðun er samt að núna sé tíminn til að standa upp fyrir því sem maður trúir þó það fari gegn settum reglum“

Hún segir að enginn annar á Universal vagninum hafi verið með skilti en að viðstaddir hafi sýnt henni mikinn stuðning þegar hún mætti. „Ég sá einn starfsmann koma sem sagði að það væri hluti af reglum CSD að það mætti ekki vera í göngunni með svona skilti,“ segir hún.

Skiltið í göngunniÁsdís María segist ekki hafa séð neina aðra með skilti í opinberu Pride-göngunni.

„Það stóð ekkert í reglunum frá Universal þess efnis að ég mætti ekki vera með skilti eða eitthvað pólitískt. Mín skoðun er samt að núna sé tíminn til að standa upp fyrir því sem maður trúir þó það fari gegn settum reglum, sérstaklega þegar þetta er stórt fyrirtæki sem notar Pride-gönguna til að kynna sína listamenn. Þetta snýst um líf og dauða og ég er ekki sammála því að þetta sé tíminn til að hugsa um reglurnar. Ég var svo leið yfir því að þeir gerðu þetta.“ bætir hún við.

Hún ákvað því að yfirgefa vagninn og taka skiltið með sér. „Ég fór og ég gekk bara gönguna,“ segir Ásdís. „Það var enginn annar með Palestínu-skilti þarna sem mér fannst stórfurðulegt því við erum að horfa á heila þjóð deyja á hverjum degi. Þetta er ekki bara einhver pólitískur punktur heldur þarf að vekja athygli á þessu við hvert tækifæri. Og það er ekkert tækifæri betra en réttindaganga hinsegin fólks.“

Styðja Ísrael dyggilega

Þýsk stjórnvöld hafa ekki viðurkennd tilvist Palestínuríkis og hafa lengi stutt við Ísraelsríki. „Öryggi Ísraels skiptir öllu máli fyrir þýsk stjórnvöld,“ sagði talsmaður ríkisstjórnarinnar við Reuters á föstudag en frönsk stjórnvöld tilkynntu nýlega um að þau hyggðust viðurkenna Palestínuríki.

Stefna Þýskalands snýst að miklu leyti um ábyrgð ríkisins til að bæta fyrir helför nasista gegn evrópskum gyðingum í Seinni heimsstyrjöldinni þegar sex milljónir gyðinga voru drepnir af þýskum stjórnvöldum.

Önnur Pride ganga í hverfinu Kreuzberg var stöðvuð af lögreglunni á laugardag en þar mótmæltu um 10.000 manns afstöðu þýskra stjórnvalda til Ísraels og Palestínu. Lögreglan sagði mótmælendur hafa ráðist á lögreglumenn en myndbönd sína harkalegar aðfarir lögreglumanna gegn mótmælendum. Tugir þeirra voru handteknir að því fram kemur í The Berliner en lögreglan hefur ekki viljað tjá sig um myndböndin.

Ekki bara skemmtanagildi í hinseginleikanum

Ásdís María segir að hún hefði betur farið í Kreuzberg gönguna þar sem margir hafi tekið skiltinu hennar illa í opinberu göngunni. „Þetta er réttindaganga og mér er fyrirmunað að skilja af hverju fólk tók þessu svona illa,“ segir hún. „En aðrir hvöttu mig áfram. Það var eins og ég væri eina manneskjan með skilti í göngunni. Gangan í Kreuzberg er alvöru Pride-ganga fyrir mér því þar kemur fólk saman og berst fyrir réttindum allra.“

Ásdís MaríaSöngkonan segir aðra hinsegin göngu í borginni hafa snúist um baráttu fyrir réttindum allra.

Ásdís María var einn af lagahöfundum Scared of Heights, sem söngkonan Hera flutti í Eurovision-keppninni í Malmö vorið 2024. Ásdís neitaði hins vegar að fylgja laginu í keppnina vegna þátttöku Ísraels og vafaatriða um framkvæmd forkeppninnar.

„Ekkert okkar er frjálst fyrr en við öll erum frjáls“

Hún segir stefnu Þýskalands í þessum málum vera furðulega. „Ég veit að það að vera sagt að fara af einhverri rútu er ekki hræðilegt miðað við það að annað fólk deyr fyrir þennan málstað,“ segir Ásdís María. „En réttindagöngur geta ekki bara verið ógeðslega æðislegar bara af því að það er sá hluti af hinseginleika sem almenningur er tilbúinn að taka við því hann hefur skemmtanagildi. Þetta er réttindaganga og það má ekki gleymast. Þetta er samfélag sem er í hættu og hjálpar öðrum sem eru í hættu. Ekkert okkar er frjálst fyrr en við öll erum frjáls.“

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vegir sem valda banaslysum
6
FréttirFerðamannalandið Ísland

Veg­ir sem valda bana­slys­um

Í Ör­æf­un­um hef­ur auk­in um­ferð haft al­var­leg­ar af­leið­ing­ar í för með sér en inn­við­ir eru ekki í sam­ræmi við mann­fjölda á svæð­inu og bíl­slys eru al­geng. Stefnt er að því að fá sjúkra­bíl á svæð­ið í vet­ur í fyrsta skipti. Ír­is Ragn­ars­dótt­ir Peder­sen og Árni Stefán Haldor­sen í björg­un­ar­sveit­inni Kára segja veg­ina vera vanda­mál­ið. Þau hafa ekki tölu á bana­slys­um sem þau hafa kom­ið að.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár