Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Evrópusambandið sýni Trump undirgefni

Evr­ópa und­ir­gengst 15% tolla Trumps án þess að end­ur­gjalda þá. Franski for­sæt­is­ráð­herr­ann seg­ir þetta „myrk­an dag“.

Evrópusambandið sýni Trump undirgefni
Samkomulag og eftirgjöf Donald Trump Bandaríkjaforseti (t.h.) tekur í hönd Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (t.v.), á fundi í Turnberry í suðvesturhluta Skotlands þann 27. júlí 2025, þriðja dag heimsóknar hans til landsins. Trump hefur sagt að hann sjái 50/50 líkur á að ná samningi við Evrópusambandið, en hann hafði heitið því að leggja refsitolla á tugi ríkja nema þau nái samkomulagi við Washington fyrir 1. ágúst 2025. Mynd: AFP

Franski forsætisráðherrann François Bayrou fordæmdi á mánudag viðskiptasamning helgarinnar milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins. Hann sagði samninginn einkennast af „undirgefni“ og marka „myrkan dag“.

„Þetta er myrkur dagur þegar bandalag frjálsra þjóða, sameinað til að staðfesta gildi sín og verja hagsmuni sína, grípur til undirgefni,“ sagði Bayrou í færslu á X um samkomulagið sem Bandaríkjaforseti Donald Trump og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sömdu um á sunnudag. Samkomulagið kveður á um lágmarkstolla upp á 15 prósent á útflutning ESB til Bandaríkjanna, með fáum undantekningum. Bayrou er pólitískur andstæðingur Emmanúels Macron Frakklandsforseta sem studdi samkomulagið.

ESB samþykkti einnig að kaupa orkuafurðir frá Bandaríkjunum fyrir 750 milljarða dollara, en von der Leyen sagði það myndi hjálpa til við að aflétta notkun Evrópu á rússnesku gasi.

Með samningnum ákvað Evrópusambandið að sætta sig við tolla Bandaríkjanna án þess að koma með refsitolla á móti. 

„Fimmtán prósent eru ekki til að gera …

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Hef á tilfinningunni að það sé verið að kaupa sér tíma því traustið er farið en það er ekki einfalt að fjarlægjast USA of hratt. Miklu athyglisverðara að sjá ýmsa samninga sem er verið að gera í heiminum í dag sem að USA kemur hvergi nærri, þar er ýmislegt nýtt að teiknast upp sem maður veit ekki hvert þróast og þá er ég ekki að tala um BRICS sem er ekki mikið annað en stór orð og fallegir frasar. Áhugaverðir en líka ógnvekjandi tímar sem við lifum.
    1
  • Við getum ekki fullyrt framfarir með því að útvista óréttlæti. Jafnrétti ætti ekki að hafa nein landamæri. Á björtu nótunum hefur viðskipti styrkt mig – þökk sé Pro Shelton (@SheltonSGNL á Telegram) fyrir að hafa leitt mig að yfir $366.000 í tekjum.
    -3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
2
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.
Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
4
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
6
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár