Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Samherjastofnandi kaupir „eitt glæsilegasta hús landsins“

Kristján Vil­helms­son og við­skipta­fé­lagi hans víkka út fast­eigna­safn sitt með þriggja millj­arða króna kaup­um.

Samherjastofnandi kaupir „eitt glæsilegasta hús landsins“
Kristján Vilhelmsson Stofnaði Samherja með bróður sínum Þorsteini Vilhelmssyni og frænda Þorsteini Má Baldvinssyni. Mynd: Auðunn Níelsson

Framkvæmdastjóri útgerðarsviðs og einn af stofnendum Samherja, Kristján Vilhelmsson, hefur keypt gömlu höfuðstöðvar Landsbankans í hjarta miðborgar Reykjavíkur, ásamt viðskiptafélaga sínum Leó Árnasyni.

Kristján, sem hefur hagnast verulega á sjávarútvegi, hóf fyrir nokkrum árum aðkomu að fasteignaverkefnum. Þeir tveir hafa staðið fyrir uppkaupum á fleiri eignum Landsbankans, meðal annars höfuðstöðvunum á Selfossi, og byggt upp nýjan miðbæ á Selfossi. 

Félagarnir, í gegnum félagið Landsbyggð ehf, kaupa ekki aðeins gamla Landsbankahúsið við Austurstræti 11 heldur einnig er Hafnarstræti 10–12, svonefnt Edinborgarhús frá árinu 1923, auk Hafnarstrætis 14 sem var reist árið 1970. 

„Austurstræti 11 er eitt glæsilegasta hús landsins og reyndist bankanum afar vel,“ segir Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, í tilkynningu á vef bankans. „Salan markar tímamót því nú hefur bankinn selt öll Landsbankahúsin, sem voru teiknuð af eða byggðu á teikningum Guðjóns Samúelssonar, en líkt og átti við um hin húsin hentaði Austurstræti 11 ekki lengur starfsemi bankans. Það er mikilvægt fyrir miðborgina að húsið fái nýtt hlutverk og það verður áhugavert að fylgjast með hvernig byggingarnar verða nýttar og svæðið glætt nýju lífi.“

LandsbankahúsiðEin af táknmyndum miðborgarinnar við Austurstræti 11.

  

Guðjón Auðunsson, stjórnarformaður Landsbyggðar, segir í sömu tilkynningu að reynt verði að gera húsin „lifandi hluta af borginni á ný“. 

„Landsbyggð horfir til þess að þróa húsin með virðingu fyrir sögu þeirra og staðsetningu með það að markmiði að þau verði lifandi hluti af borginni á ný. Markmiðið er að efla mannlíf í hjarta borgarinnar. Húsin og staðsetningin bjóða upp á ótal möguleika sem ríma vel við þá hugsun sem liggur að baki okkar verkefnum – að vinna með sögu og staðaranda og búa til nýja og skemmtilega áfangastaði.“  

Landsbankinn flutti starfsemi sína úr Kvosinni árið 2023, úr samtals 12 húsum, í nýtt húsnæði við Reykjastræti 6.  Tvö tilboð bárust og var tilboð Landsbyggðar metið hagstæðara, að teknu tilliti til tilboðsskilmála og núvirðis á greiðslum. Söluverð húsanna er 2,85 milljarðar króna. 

Kristján Vilhelmsson og Leó Árnason eiga sinn helminginn hvor í félaginu Landsbyggð ehf.  Þeir eiga sömuleiðis félagið Sigtún sem byggir upp nýjan miðbæ á Selfossi og keypti Landsbankahúsið á Selfossi árið 2020 á 350 milljónir króna. Kaupin voru nokkuð umdeild. Eins og fjallað var um í Heimildinni í september 2023 greindi bæjarfulltrúi í Árborg frá því að hann hefði fengið tilboð um fjárhagslegan stuðning í kosningabaráttu gegn því að koma í veg fyrir að sama hús yrði keypt af sveitarfélaginu.

Landsbankinn á SelfossiSögufræga bankahúsnæðið var selt sömu aðilum árið 2020.

„Það þarf að stöðva þessa vitleysu. Íslandi er stundum líkt við Sikiley, hér er nándin svo mikil og menn þora ekki að stíga fram. En ég er bara þannig gerður að ég er kjarkaður, ég óttast engan og ekkert og hef aldrei gert,“ sagði bæjarfulltrúinn, Tómas Ellert Tómasson. Leó hafnaði ásökununum. „Ég er ekki að múta mönnum,“ sagði hann, en ljósmynd af glærusýningu hans á fundi þeirra sýndi hins vegar að hann bauð aðkomu að kosningabaráttu samhliða því að Árborg félli frá kaupum á húsinu.

Landsbyggð hagnaðist um 439 milljónir króna á síðasta birta uppgjörsári, 2023. Þá skuldaði félagið Kristjáni 2,5 milljarða króna. Var boðað að hlutafé yrði aukið um tvo milljarða króna. Félagið hét Austurbær - Fasteignafélag þar til í maí að nafni þess var breytt.

Kjósa
22
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Við getum ekki fullyrt framfarir með því að útvista óréttlæti. Jafnrétti ætti ekki að hafa nein landamæri. Á björtu nótunum hefur viðskipti styrkt mig – þökk sé Pro Shelton (@SheltonSGNL á Telegram) fyrir að hafa leitt mig að yfir $374.000 í tekjum.
    -2
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Samkvæmt þingmönnum framsóknarflokksins, miðflokksins og sjálfstæðisflokksins getur þessi kvótagreifi ekki greitt neitt inn í sjávarbyggðirnar vegna þess að þeir eru beðnir um að greiða hærri gjöld fyrir afnot sjávarauðlindinni ?
    2
  • Kristín Guðnadóttir skrifaði
    Samherjaglæpamennirnir fá óáreittir að valsa um allt allt ásamt fylgikónum. Tómas Ellert bæjarfulltrúi hefur rétt fyrir sér. Og við erum enn sömu molbúarnir og við vorum þegar Danir óðu hér um allt á skítugum skónum. Núna getum við t.d. ekki einu sinni ekið og gengið um okkar eigið land án þess að þurfa að borga tugi þúsunda til einkafyrirtækja. Breytum þessu. Ráðum okkar eigin lögfræðinga, eignumst aftur okkar eigin land. Við færumst með hverju árinu sem líður neðar í lifsgæðum og miðað við hin Norðurlöndin erum við á botninum. Almannaréttur, bæði í þröngri og víðri skilgreiningu, er að engu orðinn.
    9
  • Magnús Mörður Gígja skrifaði
    Fram hefur komið að tvö tilboð bárust, hver eða hverjir voru hinir sem buðu og hvar eru rökin fyrir því að þeim var hafnað? Ég hef meiri áhuga á að blaðamenn athugi það frekar enn að mæra Kristján og Leó.
    5
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Alveg hissa. Á Samherjabróðirinn svona mikla peninga ?
    9
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Guðfaðir plokksins: „Þú brennir meira með því að plokka en skokka“
6
Fréttir

Guð­fað­ir plokks­ins: „Þú brenn­ir meira með því að plokka en skokka“

„Þetta er ekki rusl­ið þitt en þetta er plán­et­an okk­ar,“ seg­ir Erik Ahlström, guð­fað­ir plokks­ins. Ekki bara felst heilsu­bót í plokk­inu held­ur seg­ir Erik það líka gott fyr­ir um­hverf­ið og kom­andi kyn­slóð­ir. Hann tel­ur mik­il­vægt fyr­ir sjáv­ar­þjóð eins og Ís­land að koma í veg fyr­ir að rusl fari í sjó­inn en 85 pró­sent þess kem­ur frá landi. Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar fylgdi Erik út að plokka.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár