Mengunarþoka frá gosinu liggur yfir landinu

Hæstu gildi brenni­steins­díoxí­ðs sem mælst hef­ur á höf­uð­borg­ar­svæð­inu frá upp­hafi elds­um­brota á Reykja­nesskaga.

Mengunarþoka frá gosinu liggur yfir landinu

Mengunarþoka hefur legið yfir stórum hluta landsins frá því að nýtt eldgos hófst á Reykjanesskaga síðastliðinn miðvikudag. Sérfræðingar hjá Umhverfis- og orkustofnun Íslands segja að hægur vindur, þokumóða og mistur sé meginorsök þess að brennisteinsríkur gosmökkurinn hafi legið sem ský yfir suðvesturhluta landsins. Umhverfisstofnun gaf fyrr í dag út rauða loftgæðaviðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið og nágrenni, sem er hæsta stig viðbúnaðar. Með deginum hefur þó létt aðeins á móðunni. 

„Það er alger móða yfir stórum hluta landsins,“ sagði Hlynur Árnason, sérfræðingur hjá Umhverfis- og orkustofnun. „Venjulega er mikill vindur sem flytur mengunina frá, en núna er nánast logn. Mengunin hangir kyrr yfir landinu.“

Mengunin stafar að mestu leyti af brennisteinsdíoxíði sem gýs úr gígunum, en það umbreytist í andrúmslofti í súlfatagnir sem mynda svokallaða gosmóðu eða „blámóðu“. Þó að efnið sé ekki talið eitrað við núverandi styrk, getur það verið mjög ertandi fyrir öndunarfæri, sérstaklega hjá börnum, eldra fólki og einstaklingum …

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
5
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár