Eyþór Guðmundsson er fornbókasafnari í miðbæ Reykjavíkur og maðurinn á bakvið samfélagsverkefnið Old Icelandic Books. Það er Eyþóri hjartans mál að varðveita þann menningararf sem liggur í fornbókum.
Þetta er hugleiðsla
Eyþór ólst upp í sveit á Beitistöðum og segir æskuheimilið hafa verið troðfullt af bókum. Hann man eftir sér fimm eða sex ára gömlum hlusta á föður sinn lesa Grettis sögu og Egils sögu.
Rúmum tvö hundruð árum áður en Eyþór bjó í sveitinni hafði verið þar prentsmiðja. „Það var alltaf einhver smá dulúð yfir bókunum og yfir prentsmiðjunum. Þannig að ég var mjög ungur þegar ég fékk áhuga á lestri, sögum og bókum yfir höfuð,“ segir Eyþór.
Hann byrjaði að safna fornbókum markvisst árið 2018 og hefur nú yfir 550 bækur í sinni vörslu. „Ég safna fyrst og fremst þessum gömlu bókum frá gömlu íslensku prentsmiðjunum. Það eru bækur frá prentsmiðjunum í Viðey, Leirárgörðum sem var síðar á …
Athugasemdir