Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
Eyþór Guðmundsson Er upphafsmaður verkefnisins Old Icelandic Books. Það er Eyþóri hjartans mál að vernda íslenskan menningararf með því að gera við bækurnar, kynna þær fyrir áhugasömum og sjá til þess að þær glatist ekki. Mynd: Golli

Eyþór Guðmundsson er fornbókasafnari í miðbæ Reykjavíkur og maðurinn á bakvið samfélagsverkefnið Old Icelandic Books. Það er Eyþóri hjartans mál að varðveita þann menningararf sem liggur í fornbókum. 

Þetta er hugleiðsla

Eyþór ólst upp í sveit á Beitistöðum og segir æskuheimilið hafa verið troðfullt af bókum. Hann man eftir sér fimm eða sex ára gömlum hlusta á föður sinn lesa Grettis sögu og Egils sögu.

Rúmum tvö hundruð árum áður en Eyþór bjó í sveitinni hafði verið þar prentsmiðja. „Það var alltaf einhver smá dulúð yfir bókunum og yfir prentsmiðjunum. Þannig að ég var mjög ungur þegar ég fékk áhuga á lestri, sögum og bókum yfir höfuð,“ segir Eyþór.

Hann byrjaði að safna fornbókum markvisst árið 2018 og hefur nú yfir 550 bækur í sinni vörslu. „Ég safna fyrst og fremst þessum gömlu bókum frá gömlu íslensku prentsmiðjunum. Það eru bækur frá prentsmiðjunum í Viðey, Leirárgörðum sem var síðar á …

Kjósa
20
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
5
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár