SFS vonar að Alþingi sjái sársaukann sem frumvarpinu fylgi

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi gagn­rýn­ir rík­is­stjórn­ina fyr­ir frum­varp um veiði­gjöld og seg­ir það muni valda fyr­ir­tækj­um í sjáv­ar­út­vegi mikl­um sárs­auka.

SFS vonar að Alþingi sjái sársaukann sem frumvarpinu fylgi
Heiðrún Lind Marteinsdóttir Framkvæmdastjóri SFS gagnrýnir Alþingi og óttast afleiðingar af frumvarpi um veiðigjöld.

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi sendu frá sér harðorða yfirlýsingu eftir að meirihluti Alþingis samþykkti að virkja 71. Grein þingskaparlaga sem takmarkar ræðutíma þingmanna. Það er gert eftir að Íslandsmet í málþófi var slegið fyrr í vikunni. 

Í yfirlýsingu SFS sem formaður og framkvæmdastjóri samtakanna eru skrifuð fyrir, þau Gunnþór Ingvarsson og Heiðrún Lind Marteinsdóttir, segir að fjöldi fyrirtækja í sjávarútvegi standi frammi fyrir  erfiðum ákvörðunum á næstu misserum verði frumvarpið samþykkt. 

Ríkisstjórnin tilkynnti í maí að með þeim breytingum sem frumvarpið gerir ráð fyrir má áætla að álagt veiðigjald verði um 19,5 milljarðar árið 2026 en að teknu tilliti til frítekjumarks má áætla að innheimt veiðigjöld verði 17,3 milljarðar árið 2026. Án þeirrar leiðréttingar væri áætlað álagt veiðigjald um 11,2 milljarðar króna á grundvelli núgildandi laga. Frumvarpið gerir ráð fyrir að 30 stærstu sjávarútvegsfyrirtækin greiði 90% af veiðigjöldum að loknum breytingum. 

Kjósa
-4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Flosi Guðmundsson skrifaði
    Það sjá og heyra allir sársaukann. Samúðin er hinsvegar lítil. Sjálfum finnst mér vællinn í SFS bara hlægilegur.
    0
  • Sveinn Ingólfsson skrifaði
    Mikið kenni ég í brjóstum sægreifana. Ég skil vel að þeir gráti. Nú geta þeir síður keypt upp fyrirtækin í landinu. Kannski þarf Samherji að selja hlut sinn í Eimskip og svo framvegis. Ég á samt von á því að sægreifarnir fari létt með að halda áfram að kaupa upp fyrirtæki því þessi veiðigjöld eru aðeins örlitill hluti af hagnaði þeirra. Að mínu áliti eru veiðigjöldin enn alltof lág. Afstaða stjórnarandstöðunnar mun aðeins minnka fylgi þeirra. T.d. er Framsókn í hættu að fara niður fyrir 5 % og detta út af þingi. Það kemur í ljós í næstu kosningum. Ég veit að margir framsóknarmenn eru óánægðir með framgöngu Sigurðar Inga. Ég væri ekki hissa þó skipt yrði um formann fljótlega. Hans framferði í þessu máli er furðuleg. Ég býst við að hann haldi að hann vinni atkvæði í sjárvarþorpum sem kvótakerfið hefur nú þegar farið mjög illa með. Það er tálsýn.
    Fólkið þar áttar sig á staðreyndum og veit að kvótakerfið og sægreifarnir hafa tekið frá því möguleikann á að veiða fisk og þar með lifa blómlegu atvinnulífi í sinni heimasveit.
    Mér finnst einnig ósanngjarn og furðulegt að hægt sé að leiga afnot af eign sem þjóðin á en ekki sá sem hirðir einn milljarð á ári í leigu í eigin vasa en ekki þjóðin sem á þó eignina samkvæmt lögum. Ég skora á stjórnvöld að gera eitthvað í málinu svo réttur eigandi fái leiguna.
    Samkvæmt lögum á þjóðinn fiskinn í sjónum og á því að fá leiguna.
    Sá sem á eign á að fá afraskur eignarinnar ekki einhver annar.
    7
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Kontóristinn verður örugglega lækkaður í launum út af veiðigjöldunum.
    2
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Það eina rétta til að allir geti veirð sáttir er að kvótinn verði tímabundinn og fari á markað. Útgerðirnar geta þá boðið það verð sem þær telja eðlilegt að borga, og málið leyst.
    8
  • ÁJ
    Ástþór Jóhannsson skrifaði
    Æ það er strax byrjað að hóta "heimilisofbeldi af því þú gerðir þetta." Þessi þarna á SFS kontórnum hótar að við fáum ekki mikið lengur að sjá nyveiddan fisk hér á landi, því nú verði aflinn fluttur óunninn til útlanda...Já einmitt Alþingi er svo óþægt og vont. Ríkisstjórnin gerir ekkert sem hann Vilhjálmur segir.
    9
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár