Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Vindorkuver í Garpsdal fari í nýtingarflokk

Jó­hann Páll Jó­hanns­son ráð­herra vill færa eitt vindorku­ver af 10 úr bið­flokki í nýt­ing­ar­flokk vegna já­kvæðra um­sagna frá fag­hóp­um. „Við tök­um eitt skref í einu í vindork­unni,“ seg­ir ráð­herra.

Vindorkuver í Garpsdal fari í nýtingarflokk
Jóhann Páll Jóhannsson Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra vill breyta tillögu verkefnisstjórnar verndar- og orkunýtingaáætlunar svo eitt vindorkuver fari í nýtingarflokk. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, leggur til að virkjunarkosturinn Garpsdalur í Reykhólahreppi verði settur í orkunýtingarflokk rammaáætlunar.

Tillagan hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Með henni yrði breytt tillaga verkefnisstjórnar verndar- og orkunýtingaáætlunar sem lagði til við ráðherra í maí síðastliðnum að allir 10 vindorkukostirnir í 5. áfanga rammaáætlunar færu í biðflokk. Er þetta í fyrsta skipti sem ráðherra leggur til þá breytingu á tillögu verkefnisstjórnar að virkjunarkostur fari í nýtingarflokk, að því kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.

Í rökstuðningi sínum segir ráðherra að virkjunin í Garpsdal hafi fengið jákvæðari umsagnir frá faghópum rammaáætlunar en aðrir kostir sem voru til umfjöllunar, bæði hvað varðar áhrif á náttúru og samfélag, og að meiri sátt virðist ríkja um kostinn í nærsamfélaginu en um aðra vindorkukosti.

Vísað er í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins þar sem áhersla er lögð á aukna orkuöflun í þágu orkuöryggis, orkuskipta og verðmætasköpunar um allt land. Að mati ráðherra eiga þeir virkjunarkostir að ganga fyrir sem eru í senn hagkvæmir og fela í sér minnstu umhverfisáhrifin.

Aðrir vindorkukostir bíði umfjöllunar verkefnisstjórnar

„Við tökum eitt skref í einu í vindorkunni og gefum ekki grænt ljós á frekari framkvæmdir fyrr en skýr rammi og lagaumgjörð liggur fyrir,“ er haft eftir Jóhanni Páli. „Þar verður lögð áhersla á að verja náttúruverðmætin sem við eigum hérna saman og tryggja sátt og samstöðu í nærsamfélaginu.“

„Gefum ekki grænt ljós á frekari framkvæmdir fyrr en skýr rammi og lagaumgjörð liggur fyrir“

Stefnir hann að því að leggja fram þingsályktunartillögu þess efnis að Garpsdalur fari í orkunýtingarflokk rammaáætlunar samhliða kynningu á vindorkustefnu og breyttri lagaumgjörð um vindorkunýtingu á næsta löggjafarþingi.

„Aðrir vindorkukostir í tillögum verkefnisstjórnarinnar munu fá áframhaldandi umfjöllun hjá nýrri verkefnisstjórn rammaáætlunar sem skipuð var 12. júní 2025, en í skipunarbréfi hennar kemur fram að við tillögugerð skuli tekið mið af markmiðum ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur um aukna raforkuöflun í þágu orkuöryggis, orkuskipta og verðmætasköpunar um allt land,“ segir Jóhann Páll.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jóhann Þór Magnússon skrifaði
    HVAÐ GÆTUM VIÐ GERT VIÐ 100 MILLJÖRÐUM HÆRRI TEKJUR RÍKISINS AF AUÐLINDUM? Nú er vindorkuver í Garpsdal á leið í nýtingarflokk. Þá vænkast hagur landans vonandi þegar virkjanir fara að snúast. Nú fer fyrst að reyna á hvort eitthvað gagn er af öllum skýrslunum sem hafa streymt frá ráðuneytum um vindorkuna. Þar ber hæst skýrslan „Skattlagning orkuvinnslu“ frá febrúar 2024. En skýrslan er því miður hrein skelfing og myndi stórskaða ríkissjóð ef henni yrði fylgt. Einkum er í skýrslunni horft til Noregs sem er útí hött. Í Noregi er, gjörólíkt hér, allar náttúruauðlindir sem nýttar eru til orkuframleiðslu í eigu ríkisins og nýttar í þágu þjóðarinnar „i Norge er naturressursene ansett som en felles ressurs som forvaltes av staten på vegne av folket”. Hér og víðast annars staðar, t.d. í Svíþjóð, Finnlandi, eru orkuauðlindir í flestum tilvikum eign landeigandans. Í Noregi er því lagt auðlindarentugjald á t.d. vindorku óháð því hver landeigandinn er. Í t.d. Svíþjóð, Finnlandi og hérlendis þá er landeigandi vindorku oftast í einkaeign. Í Svíþjóð og Finnlandi þá er af þessari ástæðu, í stað auðlindarentugjalds lagður raforkuskattur á sölu raforku. Tilgangurinn er þó hin sami og með auðlindarentugjaldinu í Noregi. Þessi mistök og margt fleira í skýrslunni lýsir fádæma vanþekkingu á orkumálum erlendis og á raforkumörkuðum almennt. Til að kóróna vitleysuna þá eru tillögur skýrslunnar takmarkaðar við raforkuframleiðslu. Þetta kemur endanlega í veg fyrir notagildi skýrslunnar, því í ljósi eignarhalds á orkuauðlindum vindorku á Íslandi þá kemur þessi afmörkun í raun í veg fyrir umfjöllun um raforkuskatt á sölu, sem er sú leið sem farinn er í Svíþjóð og Finnlandi þar sem eignarhald orkuauðlinda er líkt og á Íslandi.
    Nú er spáð að í tengslum við orkuskipti o.fl. þá muni raforkuframleiðsla meir en tvöfaldast á næstu 20-30 árum. Eftirspurn í Evrópu líkt og hér mun aukast verulega með orkuskiptum o.fl. . Nýir raforkunotendur, t.d. gagnaver þrýsta verðinu upp og jafna verð milli landa. Öll lönd munu reyna að stýra umsvifum og vexti raforkugeirans og auðlindanýtingar á þann hátt að geirinn skapi sem mest velsæld fyrir þegnana. Raforkuskattur er mikilvægur þáttur þar í. Á Íslandi er allur undirbúningur varðandi raforkuskatt í skötulíki, að mestu ónothæfur, m.a. vegna vondrar vinnu við undirbúning skattlagningar. Þessi mistök í “Skattlagning orkuvinnslu” skýrslunni gætu leitt til þess að ríkissjóður yrði af 100 MILLJÖRÐUM í tekjum á ári að einhverjum tíma liðnum og er þá horft til hvort sem er raforkuskatts í Svíþjóð eða Finnlandi og víðar. Þetta er auðvitað upplagt að hugleiða í ljósi ræðuhalda þessa daganna á Alþingi um auðlindagjöld af sjávarútveginum sem eru nú bara einn tíundi af því sem orkugeirinn gæti skilað okkur ef betur væri vandað til verka.
    Sjá einnig umsögn mína frá í maí í samráðsgátt stjórnvalda um “Stefnu stjórnvalda um öflun raforku”
    0
    • Guðjón Jensson skrifaði
      Vindorkuver við Breiðafjörð verður til að fækka mjög fuglum sem haferninum sem víða á sér óðul þar. Þetta er eins og hvert annað glapyrði en í Noregi hafa þessar vindmyllur verið byggðar og snarfækkað fuglum eins og örnum. Það væri mjög miður ef græðgisöflin verði náttúrusjónarmiðum yfirsterkari. Eg átti von á ýmsu öðru skynsamlegra en þessu hjá ráðherranum.
      1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ekki geðveila heldur alvarlegur sjúkdómur
4
ViðtalME-faraldur

Ekki geð­veila held­ur al­var­leg­ur sjúk­dóm­ur

Lilja Sif Þór­is­dótt­ir er fé­lags­ráð­gjafi hjá Ak­ur­eyr­arklíník­inni en hún seg­ir ME og lang­tíma Covid-sjúk­linga gjarn­an hafa mætt al­gjöru skiln­ings­leysi þó að sjúk­dóms­ein­kenn­in hafi ver­ið hörmu­leg. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið þurfi að koma til móts við þetta fólk, til dæm­is með því að bjóða upp á auk­in hluta­störf, þeg­ar við á, það sé dýrt að missa svo marga úr vinnu eins og raun ber vitni.
Ósnortin víðerni: „Sorglegt að við getum ekki hugsað lengra fram í tímann“
6
SkýringFerðamannalandið Ísland

Ósnort­in víð­erni: „Sorg­legt að við get­um ekki hugs­að lengra fram í tím­ann“

„Þetta er nátt­úr­lega bara fyr­ir ákveð­inn hóp og skemm­ir í leið­inni upp­lif­un hinna sem vildu njóta nátt­úr­unn­ar,“ seg­ir Svan­hvít Helga Jó­hanns­dótt­ir um fyr­ir­hug­að­ar fram­kvæmd­ir við Hof­fell­slón. Breyt­ing­ar við lón­ið, Skafta­fell og Von­ar­skarð hafa vak­ið upp sterk við­brögð og spurn­ing­ar um nátt­úru­vernd í og við UNESCO-svæði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
3
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár