Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Laun stjórnenda Morgunblaðsins jukust um nær fjórðung

Ár­vak­ur, móð­ur­fé­lag Morg­un­blaðs­ins, tap­aði 277 millj­ón­um króna í fyrra. Fé­lag­ið er að mestu í eigu helstu út­gerð­ar­manna Ís­lands. Syst­ur­fé­lag­ið sem rek­ur einu dag­blaða­prent­smiðju lands­ins skil­aði líka tapi.

Laun stjórnenda Morgunblaðsins jukust um nær fjórðung
Davíð Oddsson og Haraldur Johannessen Laun stjórnenda Morgunblaðsins jukust um 37,5 milljónir á milli ára á meðan reksturinn tapaði 277 milljónum króna. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

Heildarlaun og þóknanir stjórnenda Árvakurs, móðurfélags Morgunblaðsins, jukust um 37,5 milljónir á milli ára. Laun þeirra fóru úr 159,5 milljónum króna árið 2023 í 197 milljónir sem nemur aukningu upp á tæpan fjórðung.

Þetta kemur fram í ársreikningi Árvakurs fyrir árið 2024. Davíð Oddsson og Haraldur Johannessen eru ritstjórar Morgunblaðsins og Haraldur jafnframt framkvæmdastjóri. 

Tap varð á rekstri félagsins upp á 276,7 milljónir króna á árinu en tap ársins 2023 var 39,8 milljónir.

„Þá er áhætta fólgin í starfsemi ríkisins á fjölmiðla- og póstmarkaði

„Helsta áhættan í starfsemi samstæðunnar felst í efnahagsumhverfinu á hverjum tíma sem hefur mikil áhrif á auglýsingamarkaðinn,“ segir í ársreikningnum. „Þá er áhætta fólgin í starfsemi ríkisins á fjölmiðla- og póstmarkaði og þeim ákvörðunum sem ríkisvaldið tekur um starfsemi fyrirtækja sinna á þessum mörkuðum og fjárveitingar til þeirra. Enn fremur er áhætta fólgin í sífellt aukinni samkeppni alþjóðlegra samfélagsmiðlafyrirtækja á auglýsingamarkaði.“

Í eigu útgerðarrisanna

Kjósa
29
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kristbjörn Árnason skrifaði
    Mogginn þiggur opinberra styrkja , og launar þá með pólitískum áróðri gegn samneyslu
    1
  • Guðjón Jensson skrifaði
    Miður var að útgerðarmenn náðu tökum á Árvakri og Morgunblaðinu. Á hruntímabilinu lagði Vilhjálmur Bjarnason töluverða vinnu við að undirbúa yfirtöku útgáfu þessa merka dagblaðs en tókst ekki. Það naut mikillrar virðingar undir ritstjórn Matthíasar Johannessonar og Styrmis Gunnarssonar sem Ólafur Stephensen leysti síðan af og stýrði á erfiðleikaárinu 2009. Hann reyndist mjög farsæll ritstjóri en var hrakinn úr starfi og Davíð Oddsson tók við. Afleiðingin varð sú að þriðjungur áskrifenda þ. á m. undirritaður sagði upp áskrift blaðsins. Síðan hefur verið mikill hallarekstur á blaðinu og verður ábyggilega þyngra fyrir aðaleigendurna, útgerðarfólkið í landinu, sem kappkostar að berjast að gæta hagsmuna sinna fram í rauðan dauðann. Nú er sá möguleiki fyrir hendi að ríkisstjórnin innkalli allan fiskveiðikvótann með endurúthlutun í huga og með nýjum skilmálum. Það myndi þýða að möguleikar útgerðarinnar að standa í utgáfu Morgunblaðsins verði takmarkaðri og reynt verði að koma rekstri blaðsins á annan aðila sem nýtur meira trausts en útgerðarklíkan.
    Ein myndin af stefnu ritstjórnarinnar að undanförnu er að þeir sem ritað hafa greinar í blaðið jafnvel marga áratugi, fá ekki birtar greinar nema þær falli algjörlega að skoðunum aðstandenda blaðsins. Undirritaður sendi grein fyrir 3 vikum og er óbirt þó fjalli um fagleg málefni varðandi rekstur hlutafélaga.
    Það var mikil eftirsjá að Ólafi Stephensen að hann hafi verið hrakinn úr starfi ritstjóra á sínum tíma. Ein merkasta ákvörðun hans í ársbyrjun 2009 var að efna til vinnu blaðamanna ásamt helstu sérfræðingum þjóðarinnar að skoða alla kosti og galla við aðild að Evrópusambandinu. Þetta var eitt af því áhugaverðasta sem þá var í skoðun. Farið var í þessi mál með þekkingu í huga og málið ekki umvafið einhverjum tilfinningum og huglægum skoðunum. Það þarf að fara aftur í svona vinnu, skoða hvort einhverjar forsendur hafi breyst og hverjir eru kostir og gallar við aðild Evrópusambandinu.
    Mjög líklegt þykir mér að unnt væri að ná góðum samningum enda er skilningur mikill og allsráðandi fyrir þeim sem ekki vilja nein átök af fyrra bragði.
    7
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Missti heilsuna eftir alvarleg andleg veikindi yngri systur sinnar
3
Viðtal

Missti heils­una eft­ir al­var­leg and­leg veik­indi yngri syst­ur sinn­ar

Gísella Hann­es­dótt­ir fékk tauga­áfall og missti heils­una í sum­ar í kjöl­far sjálfs­vígstilraun­ar yngri syst­ur sinn­ar. Hún upp­lif­ir að að­stand­end­ur sjúk­linga með al­var­leg geð­ræn veik­indi fái ekki næg­an stuðn­ing í heil­brigðis­kerf­inu. „Það er kannski einn fjöl­skyldu­með­lim­ur sem er veik­ur en all­ir í fjöl­skyld­unni fara í hyl­dýp­ið með þeim,“ seg­ir hún.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Missti heilsuna eftir alvarleg andleg veikindi yngri systur sinnar
4
Viðtal

Missti heils­una eft­ir al­var­leg and­leg veik­indi yngri syst­ur sinn­ar

Gísella Hann­es­dótt­ir fékk tauga­áfall og missti heils­una í sum­ar í kjöl­far sjálfs­vígstilraun­ar yngri syst­ur sinn­ar. Hún upp­lif­ir að að­stand­end­ur sjúk­linga með al­var­leg geð­ræn veik­indi fái ekki næg­an stuðn­ing í heil­brigðis­kerf­inu. „Það er kannski einn fjöl­skyldu­með­lim­ur sem er veik­ur en all­ir í fjöl­skyld­unni fara í hyl­dýp­ið með þeim,“ seg­ir hún.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu