Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Úkraínskir flóttamenn styrkja pólskt efnahagslíf

Úkraínsk­ir flótta­menn hafa haft já­kvæð áhrif á efna­hag Pól­lands, með­al ann­ars með auknu vinnu­fram­boði og skatt­greiðsl­um. Þrátt fyr­ir aukna and­úð í póli­tískri um­ræðu sýna gögn að þeir stuðla að hag­vexti.

Úkraínskir flóttamenn styrkja pólskt efnahagslíf
Gerir við Úkraínumaðurinn Oleksandr Belyba, 33 ára bílavirkjameistari, starfar á verkstæði í Varsjá sem rekið er af bernskuvini hans frá Úkraínu. „Það er útilokað að vera atvinnulaus í Póllandi,“ segir hann. Mynd: Wojtek RADWANSKI / AFP

Með skrúflykil í annarri hendinni er úkraínski flóttamaðurinn Oleksandr Belyba að lagfæra sendibíl á bílaverkstæði í höfuðborg Póllands. Hinn 33 ára gamli Belyba er duglegur í starfi og hyggst dvelja áfram í Póllandi – landi sem nýtur efnahagslegs ávinnings af flóttafólki, þótt andúð á innflytjendum fari vaxandi.

„Það er útilokað að vera atvinnulaus í Póllandi, og Úkraínumenn eru fólk sem getur ekki setið auðum höndum,“ segir Belyba, sem barðist í 13 mánuði á víglínunni gegn innrás Rússa. Fyrir hálfu ári flúði hann til Póllands og fékk vinnu hjá bernskuvini sínum frá Dnipro sem rekur verkstæðið.

Eftir að stríðið hófst árið 2022 opnaði Pólland landamæri sín fyrir milljónum flóttamanna og veitti þeim ýmiss konar stuðning. Flest þeirra úrræða eru nú horfin og njóta Úkraínumenn sömu réttinda og bera sömu skyldur og Pólverjar. Þeir fá þó aðgang að ókeypis heilbrigðisþjónustu og menntun. 

„Pólland fyrst, Pólverjar fyrst“
Kjörorð kosningabaráttu Karol Nawrocki, nýs forseta …
Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • PB
    Peik Bjarnason skrifaði
    Undarleg þessi árátta að líta á hagvöxt sem jákvætt fyrirbæri. Hagvöxtur er jú mælikvarði á það hvernig umsvif samfélagsins eru að aukast en segir ekkert til um það hvort þau séu jákvæð eða neikvæð. Það var til dæmis 5,5% hagvöxtur í Úkraínu árið 2023 og 2,9% árið 2024 og ekki er nú ástandið gott þar.
    0
  • Sveinn Ingólfsson skrifaði
    Gildir ekki það sama um flóttamenn sem koma til Islands
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
5
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár