Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Verðbólga aftur upp – flugfargjöld og veitingastaðir hækka mest

Verð­bólgu­töl­ur halda áfram að sveifl­ast í kring­um fjög­ur pró­sent, líkt og þær hafa gert frá því í fe­brú­ar. Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,84 pró­sent í júní, sem þýð­ir að tólf mán­aða verð­bólga mæl­ist nú 4,2 pró­sent – hækk­un um 0,4 pró­sentu­stig frá síð­asta mán­uði.

Verðbólga aftur upp – flugfargjöld og veitingastaðir hækka mest

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,84 prósent í júní, samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar. Vísitala án húsnæðis hækkaði um 0,90 prósent. Þetta þýðir að tólf mánaða verðbólga – sem er það sem gjarnan er átt við þegar talað er um verðbólgu – mælist nú 4,2 prósent. Það er hækkun frá síðasta mánuði, þegar verðbólgan mældist 3,8 prósent.

Verðbólga hefur sveiflast í kringum fjögur prósent síðan í febrúar. Þá mældist hún 4,2 prósent, lækkaði í 3,8 prósent í mars, hækkaði aftur í 4,2 prósent í apríl og féll svo á ný í 3,8 prósent í maí. Þessar mælingar minna á þróunina vor og sumar 2021, þegar verðbólgan hélt sig rétt yfir fjögur prósent í nokkra mánuði, áður en hún rauk upp í nær tíu prósent fram á sumarið 2022.

Helstu liðir sem drógu verðbólguna upp nú í júní voru flugfargjöld til útlanda, sem hækkuðu um 12,7 prósent og höfðu 0,27 prósent áhrif á …

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
3
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár