Sextán ára baráttukona gegn laxeldi í sjókvíum

„Mót­mæli eru að­gengi­leg leið til að láta í sér heyra,“ seg­ir Ísa­dóra Ís­feld um­hverfis­að­gerðasinni sem hóf í ní­unda bekk að berj­ast gegn lax­eldi í sjókví­um. Hún fer skap­andi leið­ir til þess að koma skila­boð­um sín­um á fram­færi, sem­ur rapp- og raf­tónlist um nátt­úr­una og finnst skemmti­legt að sjá vini sína blómstra í aktíf­ism­an­um. Hún vill fræða börn og ung­linga um um­hverf­is­mál­in og hvetja þau til að nota rödd­ina sína til að hafa áhrif.

Sextán ára baráttukona gegn laxeldi í sjókvíum
Ísadóra Ísfeld Byrjaði ung að efna til mótmæla. Mynd: Golli

Ísadóra Ísfeld er 16 ára umhverfisaðgerðasinni sem fer sínar eigin leiðir, en þrátt fyrir ungan aldur hefur hún áorkað ansi miklu. Hún stendur fyrir mótmælum gegn laxeldi í sjókvíum og fræðir ferðamenn um umhverfismál, semur tónlist með nígerískum rappara, kennir á leiklistarnámskeiði og keppir fyrir Íslands hönd í kínversku. Hún er virk í ungliðastarfi og var valin Ungur umhverfissinni ársins 2025 og tilnefnd sem sjálfboðaliði ársins hjá Landssambandi ungmennafélaga árið 2024. Ísadóra vonast til þess að fleiri börn og unglingar fái áhuga á umhverfismálum og vill að þau láti duglega í sér heyra á mótmælum á Austurvelli. 

Heimildin hitti Ísadóru og spjallaði um umhverfismálin, afrekin og framtíðina yfir tebolla. Hún mætir blaðamanni glaðleg í fasi og í litríkum fötum sem lífga upp á gráa íslenska sumarið. Ísadóra er nýútskrifuð úr Laugalækjarskóla og vinnur nú sem aðstoðarkennari á leiklistarnámskeiðum fyrir börn og í Ísbúð Laugalækjar. Upp á síðkastið hefur hún verið …

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu