Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Meira þarf til en að fjölga heilbrigðisstarfsfólki

Hlut­fall aldr­aðra vex hratt, sjúk­dóms­byrði eykst og mögu­leik­ar á lækn­ingu sömu­leið­is. Ein stærsta áskor­un heil­brigð­is­þjón­ust­unn­ar er að tryggja mönn­un. Yf­ir­völd hafa sett sér skil­greind markmið þeg­ar kem­ur að mönn­un­ar­stefnu í heil­brigð­is­þjón­ustu til árs­ins 2030.

Meira þarf til en að fjölga heilbrigðisstarfsfólki
Ekki er raunhæft að mæta áskorunum í heilbrigðiskerfinu eingöngu með því að fjölga heilbrigðisstarfsfólki. Fleira þarf að koma til. Mynd: Landspítali/Þorkell Þorkellsson

Hlutfall aldraðra vex hratt, sjúkdómsbyrði eykst og möguleikar á lækningu sömuleiðis. Ekki er raunhæft að mæta þessari áskorun eingöngu með því að fjölga heilbrigðisstarfsfólki. Þetta kemur fram í nýrri mönnunarstefnu í heilbrigðisþjónustu til ársins 2030.

Mönnunarstefnan byggir á heilbrigðisstefnu til ársins 2030 en fjallar með nánari hætti um mönnun í heilbrigðisþjónustu. Í heilbrigðisstefnunni kemur meðal annars fram að undanfarin ár hafi verið vandkvæðum bundið að manna stöðugildi og því sé aðkallandi að leita leiða til að fjölga heilbrigðisstarfsfólki. Í kafla heilbrigðisstefnunnar sem ber heitið Fólkið í forgrunni kemur fram að til að tryggja megi sem best gæði þjónustunnar, öryggi sjúklinga og skynsamlega notkun fjármuna, þurfi fjöldi starfsfólks að vera í samræmi við umfang og eðli þjónustunnar og aðstæður hverju sinni. 

Greining og ráðstafanir

Markmið mönnunarstefnunnar eru meðal annars þau að árið 2030 hafi mannaflaþörf heilbrigðiskerfisins verið greind og viðeigandi ráðstafanir gerðar af hálfu ríkisvaldsins til að tryggja mönnun í heilbrigðisþjónustunni. Þá er í fjármálaáætlun hins opinbera fyrir árin 2024 2028 tekið fram að ein stærsta áskorun í heilbrigðisþjónustu sé mönnun og er þar lögð áhersla á að brugðist sé við því.

Þá kemur fram að heilbrigðisstarfsfólki hefur fjölgað og enn stefnir í talsverða fjölgun meðal hjúkrunarfræðinga, lækna og fleiri heilbrigðisstétta vegna fjölgunar á námsplássum hér á landi. Óvíst er hvert hlutfall starfandi fólks gagnvart fjölda aldraðra hér á landi verður á næstu áratugum þar sem margir flytja til Íslands frá öðrum löndum til að starfa hér á landi.

Þróun, nýsköpun og tækni

Til að ná nauðsynlegri mönnun í heilbrigðisþjónustunni til framtíðar þurfi bæði að tryggja nægt framboð heilbrigðisstarfsfólks og horfa til allra þeirra þátta sem hafa áhrif á mönnunarþörf. Það eru þættir eins og endurskoðun á skipulagi við veitingu heilbrigðisþjónustu, skynsamleg verkaskipting milli heilbrigðisstétta og samvinna ýmissa faghópa, aukinn sveigjanleiki, þróun rafrænnar skráningar, nýsköpun og tækniframfarir. 

Markmið mönnunarstefnu í heilbrigðisþjónustu er einnig að tryggja sjálfbærni á Íslandi í mönnun heilbrigðisþjónustu til framtíðar, sem og að byggja upp öflugan og vel menntaðan hóp heilbrigðisstarfsfólks með starfsleyfi embættis landlæknis og veita heilbrigðisþjónustu sem uppfyllir markmið laga, um gæði og öryggi sjúklinga.

Lögð er sérstök áhersla á að nám heilbrigðisstarfsfólks á Íslandi þróist sífellt í samræmi við framfarir í vísindum og áhersla sé lögð á gæði klínískrar kennslu á heilbrigðisstofnunum. Áfram þurfi að byggja upp öfluga þekkingu og reynslu í klínískri þjálfun meðal kennara, leiðbeinenda og handleiðara á heilbrigðisstofnunum og í hermisetrum. Varðandi framboð á fag- og sérfræðimenntun heilbrigðisstétta hér á landi skal lögð áhersla á að það nám sem hér verður boðið upp á uppfylli faglegar alþjóðlegar kröfur. Loks skuli lögð áhersla á formlegt samstarf við nágrannaþjóðir um aðgengi að fag- og sérfræðimenntun sem ekki er raunhæft að bjóða upp á hérlendis sökum fámennis.

Mönnunarstefnuna í heild sinni má lesa hér.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
4
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
5
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár