Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa í umræðum um veiðigjöld á Alþingi í dag sakað ríkisstjórnina um popúlisma og vanmat á neikvæðum áhrifum hækkunar þess á byggðir landsins.
Jón Pétur Zimsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði frumvarpið vera „falsfrumvarp“ og að pólitíkin í málinu væri „viðurstyggileg“. Afleiðing frumvarpsins er að veiðigjöld verða reiknuð af ætluðu raunvirði afla, frekar en af verði aflans í eigin viðskiptum útgerðafélaga og er áætlað að þau hækki þar með um rúma 7 milljarða króna á milli ára.
Þingmenn stjórnarandstöðu hafa í dag og í gær tekið dæmi af hverju útgerðarfélagi á fætur öðru, sem og sveitarfélögum, sem muni búa við skarðan hlut við samþykkt frumvarpsins.
Jón Pétur tók dæmi af Skinney-Þinganesi á Höfn í Hornafirði. „Ég get upplýst að arðsemi eiginfjár í því fyrirtæki er 3,7 prósent og eftir að þessi skattur kemur á verður það 0,7 prósent“.
Skinney-Þinganes hagnaðist aðeins um 639 milljónir króna í fyrra. Árið áður, …
Útgerðin og stóriðjan fundu upp "hækkun" í hafi sem hefur kostað þjóðarbúið þúsundir miljarða frá því að þetta trix var fundið upp, síðan eru það allir aflandsreikningarnir sem þessar afætur eiga erlendis. Það er skylda stjórnalda að leggjast í þá vinnu að breyta þessu! Einnig að setja í lög að stóriðjan meigi taka lán hjá móðurfélaginu með 10-12% vöxtum sem verður til þess að verksmiðjan hér á landi komist hjá því að greiða krónu af hagnaði til okkar, til dæmis hefur álerið í Staumsvík ekki greitt neitt af síðum hagnaði til okkar en hafa borgað sjálfum sér arðinn í gegnum vaxtagreiðslur (hækkun í hafi) af þessum endalausu láneitingum á milli félaga, þetta er bara rugl sem verður að leiðrétta!