Óttast að útgerðarmenn selji útgerðirnar til að hagnast meira

Þing­menn stjórn­ar­and­stöð­unn­ar ræða áfram veiði­gjöld á Al­þingi í dag. Jón Pét­ur Zimsen, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, tel­ur fjár­mun­um út­gerð­ar­manna bet­ur borg­ið í öðru en sjáv­ar­út­vegi, verði veiði­gjöld hækk­uð.

Óttast að útgerðarmenn selji útgerðirnar til að hagnast meira

Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa í umræðum um veiðigjöld á Alþingi í dag sakað ríkisstjórnina um popúlisma og vanmat á neikvæðum áhrifum hækkunar þess á byggðir landsins. 

Jón Pétur Zimsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði frumvarpið vera „falsfrumvarp“ og að pólitíkin í málinu væri „viðurstyggileg“. Afleiðing frumvarpsins er að veiðigjöld verða reiknuð af ætluðu raunvirði afla, frekar en af verði aflans í eigin viðskiptum útgerðafélaga og er áætlað að þau hækki þar með um rúma 7 milljarða króna á milli ára.

Þingmenn stjórnarandstöðu hafa í dag og í gær tekið dæmi af hverju útgerðarfélagi á fætur öðru, sem og sveitarfélögum, sem muni búa við skarðan hlut við samþykkt frumvarpsins.

Jón Pétur tók dæmi af Skinney-Þinganesi á Höfn í Hornafirði. „Ég get upplýst að arðsemi eiginfjár í því fyrirtæki er 3,7 prósent og eftir að þessi skattur kemur á verður það 0,7 prósent“.

Skinney-Þinganes hagnaðist aðeins um 639 milljónir króna í fyrra. Árið áður, …

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kristbjörn Árnason skrifaði
    Þeir mega gjarnan selja útgerðirnar þær verða bara seldar innanlands
    5
  • Magnús Mörður Gígja skrifaði
    Ég gét ekki vorkent útgerðinni að greiða okkur rétt veiðigjald.
    Útgerðin og stóriðjan fundu upp "hækkun" í hafi sem hefur kostað þjóðarbúið þúsundir miljarða frá því að þetta trix var fundið upp, síðan eru það allir aflandsreikningarnir sem þessar afætur eiga erlendis. Það er skylda stjórnalda að leggjast í þá vinnu að breyta þessu! Einnig að setja í lög að stóriðjan meigi taka lán hjá móðurfélaginu með 10-12% vöxtum sem verður til þess að verksmiðjan hér á landi komist hjá því að greiða krónu af hagnaði til okkar, til dæmis hefur álerið í Staumsvík ekki greitt neitt af síðum hagnaði til okkar en hafa borgað sjálfum sér arðinn í gegnum vaxtagreiðslur (hækkun í hafi) af þessum endalausu láneitingum á milli félaga, þetta er bara rugl sem verður að leiðrétta!
    7
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Málflutningur Jóns Péturs er þversagnakenndur. Menn geti selt vonlausan rekstur fyrir stórfé, farið með peningana á hlutabréfamarkað og grætt þar. Hvað með þá sem kaupa útgerðirnar? Blessaður maðurinn ætti að halda sig við plasttappana, þar sló hann að minnsta kosti í gegn.
    13
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Sjávarútvegur

Írskir sjómenn óttast innrás íslenskra skipa í írska landhelgi
FréttirSjávarútvegur

Írsk­ir sjó­menn ótt­ast inn­rás ís­lenskra skipa í írska land­helgi

Ís­lend­ing­ar eru sagð­ir vera í við­ræð­um við Evr­ópu­sam­band­ið um leyfi til að veiða mak­ríl og kol­muna í lög­sögu Ír­lands. Mik­il ólga er hjá írsk­um út­gerð­ar­mönn­um vegna þessa sem kæra sig ekk­ert um ís­lenska inn­rás og telja Evr­ópu­sam­band­ið nýta írsk­ar auð­lind­ir sem skipti­mynt fyr­ir önn­ur að­ild­ar­ríki.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár