Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
Sigfús Aðalsteinsson Forsprakki samstöðufundar á Austurvelli hvetur til breyttrar stefnu í útlendingamálum. Mynd: Golli

Sigfús Aðalsteinsson, fasteignasali og stofnandi hópsins Ísland –þvert á flokka, dró sér hundruð þúsunda króna þegar hann var forstöðumaður leikskólans Klettaborgar í byrjun tíunda áratugarins. Í viðtali við Heimildina segist hann vilja að dómskerfið dragi línuna þegar kemur að brotum innflytjenda og að þeir sem gerist sekir um alvarleg brot verði sendir úr landi.

Sigfús vill ekki dæma um hvort hann telji fjárdráttinn hafa verið alvarlegt brot. „Ég hugsa að það sé brot. Hvort að það er alvarlegt, ég ætla nú ekki að fara út í þessa sögu en ég er með önnur markmið í dag. Þarna eru þrjátíu og eitthvað ár síðan þetta gerðist,“ segir hann og bætir því við að hann hafi undanfarna áratugi sýnt fyrir hvað hann stendur.

Sigfús var forstöðumaður leikskólans Klettaborgar í Grafarvogi til ársins 1994 þegar bókhaldsgögn sýndu að mikil óreiða væri á fjármálum skólans. Jón G. Tómasson, þáverandi borgarritari, sagði í viðtali við …

Kjósa
22
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    Hjartanlega sammála Önnu Bjarnadóttur. Hef sjaldan lesið jafn mikið af mótsögnum og bulli eins og hjá þessum Spánar fasteignasala. Hef farið mikið til Spánar og spaunskumælandi staða á lífsleiðinni og tek hjartanlega undir athugasemdir Ö. B.
    1
  • Anna Bjarnadóttir skrifaði
    Sigfús segir: „Við viljum og erum tilbúin að taka á móti fólki sem kemur hingað að vinna og aðlagast okkar menningu. Það er alveg klárt. En við erum ekki afskaplega hrifin af því að fólk komi hingað, búi sér til sér menningu þar sem það umgengst ekki Íslendinga og samlagast okkur ekki og vinnur ekki til þjóðfélagsins.“ ÞETTA er alveg KOSTULEGT! Íslendingar á Spáni umgangast oft á tíðum aðeins aðra Íslendinga og búa þar með til sína eigin menningu. Þau samlagast bara hvort öðru en ekki Spánverjum eða spænskri menningu og eru í langflestum tilfellum ekki í vinnu og gefa því lítið til baka til samfélagsins HELDUR BARA TAKA!
    8
  • Anna Bjarnadóttir skrifaði
    Hræsni Sigfúsar og barnaleg sjálfhverfa kemur í ljós þegar umræðan beinist að þætti hans í innflutningi á efnahagsflóttamönnum til Spánar frá hinum ríku löndum í norðri sem er þyrnir í augum vaxandi fjölda Spánverja. Þau eru ásökuð um að hugsa ekki nægilega vel um þann hluta þjóðar sinnar sem sökum langvarandi veikinda, fötlunar eða aldurs hafa neyðst til að yfirgefa vinnumarkaðinn og vegna fátæktar flýja til Spánar þar sem verðlag er lægra og leggjast þar eins og hýslar á spænskt velferðarkerfi og innviði. Þau læra yfirleitt ekki spænsku eða aðlagast spænskri menningu, en eru sum hver þekkt fyrir að vera drykkfeld, hávaðasöm, ótilitsöm, frek, dónaleg og krefjast þess að fá notið menningar eigin heimalands, svo sem mataræðis á Spáni. Þessir mikli straumur flóttafólks frá Norðrinu til Spánar veldur til dæmis því að húsnæðisverð á Spáni hefur hækkað óheyrilega og hafa verið fjölmenn mótmæli víða á Spáni vegna þessa. Ættu Spánverjar þá ekki að gera sömu kröfur til landflótta Íslendinga á Spáni? Ef Sigfús er svona mikið á móti flóttafólki ætti hann nú bara að byrja á sjálfum sér og snarhætta sölu fasteigna til útlendinga á Spáni. Af hverju finnst Sigfúsi í lagi að íslenskir efnahags og jafnvel loftlagsflóttamenn flytji til Spánar en hefur svona mikið á móti því að þessar örfáu hælisleitendur sem hingað koma leiti hér skjóls vegna stríðsátaka í heimalöndum sínum og að ættingjar þeirra; börn, foreldrar… geti sameinist fjölskyldum sínum að hann finni hjá sér þörf til að mótmæla af þvílíku offorsi á Austurvelli? Þetta er ekkert annað en hræsni.
    10
  • Vel skrifuð grein.
    En hún er löng, og fólk flest nennir ekki að lesa. Fjárdráttur. Drullusokkur. Búið, næsta.
    úff....
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
4
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
5
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár