Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Rétt um helmingur allra aflaheimilda í íslenskum sjávarútvegi er í eigu fimmtíu einstaklinga. Margir eru tengdir fjölskylduböndum – eru hjón, systkini eða börn og foreldrar. Meirihluti aflaheimilda er því í raun í eigu örfárra fjölskyldna. Hópurinn þynnist enn meira ef skoðað er hverjir fara með stjórn þessara fyrirtækja. Þannig hafa sex fjölskyldur stjórn á upp undir helmingi allra aflaheimilda með eignarhaldi sínu á nokkrum af stærstu útgerðarfélögum landsins. 

Harðar deilur standa nú á milli þessara einstaklinga og stjórnvalda vegna fyrirhugaðra breytinga á því hvernig veiðigjöld eru reiknuð. Þingmenn ræða frumvarp ríkisstjórnarinnar um að miða við markaðsverð sjávarafurða þegar kemur að álagningu gjaldsins. Hingað til hefur verið miðað við handstýrt verð afurðanna í viðskiptum útgerðanna við sig sjálfar, þar sem flestar af stærstu útgerðum landsins selja eigin fiskvinnslum afurðir. Breytingin felur í sér nærri tvöföldun á innheimtum veiðigjöldum, þar sem markaðsvirði aflans er mun verðmætara en viðskipti á milli þessara tengdu …

Kjósa
115
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    Hækkun á auðlindagjaldinu er eingöngu svo að majónesð fari ekki allt í rangar hendur.
    0
  • Asmundur Richardsson skrifaði
    Það er alveg með ólíkindum að eftirlit með eignahlutum einstaklinga sé ekki burðugra en það er og að reglur um eignatengsl séu ekki skýrari tengt lögum um fiskveiðar og takmarkaðan eignarhlut við 12%. Í hvaða tilgangi var það gert ef engin leið er opin til að fylgja því eftir?
    Greinin er fín samantekt og sýnir ágætlega samþjöppun valds og auðs innan fámenns hóps. Það getur ekki verið gott fyrir okkar litla samfélag.
    Löggjafinn hlýtur að sjá að sér og skilgreina hugtökin um eignatengsl og hanna þannig skjal sem hægt er að nota til eftirlits og íhlutunar. Fjármagna svo eftirlitsstofnanir til framtíðar þannig að þær geti og þurfi að sinna hlutverki sínu, atvinnugreininni og almenningi til hagsbóta t.d. með tilteknu hlutfalli af veiðgjaldinu.
    13
  • Viðar Pétursson skrifaði
    Þetta fólk virðist eiga Sjálfstæðisflokk,Miðflokk og Framsóknarflokk líka.
    11
  • MS
    Michael Schulz skrifaði
    Over time in capitalism all business aims at a monopoly!
    6
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Vesalingarnir !
    5
  • AH
    Atli Hermannsson skrifaði
    Það er vert að vista þessa grein hjá sér .. Upp úr henni mætti einnig gera aðra tölfræði lista. Einn gæti t.d. heitið 10 vernduðustu vinnustaðir landsins.
    11
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Sjávarútvegsskýrslan

„Þýðir ekkert endalaust að  horfa bara niður á bryggju“
VettvangurSjávarútvegsskýrslan

„Þýð­ir ekk­ert enda­laust að horfa bara nið­ur á bryggju“

Flat­eyri skag­ar út í Ön­und­ar­fjörð, um­vaf­in há­um fjöll­um. Snjór­inn í fjöll­un­um hjó sár í sam­fé­lag­ið, á sama tíma og þorp­ið tókst á við of­veiði og brot­hætt­an sjáv­ar­út­veg sem hafði ver­ið lífæð sam­fé­lags­ins í ára­tugi. Eft­ir fólks­fækk­un, minnk­andi þjón­ustu og nið­ur­brot þurfi sam­fé­lag­ið að finna sér ann­an far­veg. Í dag er fram­tíð­in eitt­hvað allt ann­að en fisk­ur. Og það er allt í lagi, segja íbú­ar, full­ir bjart­sýni og með von um bjarta tíma framund­an.
Arðgreiðslur í sjávarútvegi í fyrra: Guðmundur og Guðbjörg í algjörum sérflokki
ÚttektSjávarútvegsskýrslan

Arð­greiðsl­ur í sjáv­ar­út­vegi í fyrra: Guð­mund­ur og Guð­björg í al­gjör­um sér­flokki

Guð­mund­ur Kristjáns­son í Brimi og Guð­björg Matth­ías­dótt­ir í Ís­fé­lag­inu í Vest­manna­ey­um eru í sér­flokki þeg­ar kem­ur að hlut­deild þeirra í arð­greiðsl­um úr sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um í fyrra. Sam­an­lagð­ar arð­greiðsl­ur sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja náðu sögu­legu há­marki í fyrra þeg­ar arð­ur­inn út úr grein­inni rúm­lega tvö­fald­að­ist og fór í 21,5 millj­arða króna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár