Sumir telja að markmið Trumps í Rússlandsmálum sé að framkvæma svokallaðan „öfugan Nixon“. Er hér verið að vísa til þess þegar Nixon heimsótti Kína árið 1972 og tókst að slíta vináttu Maós við Sovétríkin. Með þessu varð staða Sovétríkjanna mun þrengri og átti sinn þátt í að þau töpuðu kalda stríðinu. Nú sé markmiðið hins vegar að aftengja Rússland frá Kína með því að vingast við Pútín.
En staðan þá var talsvert önnur. Árið 1972 voru Sovétríkin og Kína þegar farin að elda grátt silfur og Nixon var einfaldlega að nýta sér það sóknarfæri sem þarna gafst. Í dag er Rússland efnahagslega svo til alveg háð Kína og því harla ósennilegt að það gangi í faðm Bandaríkjanna, hvað sem áformum manna í Washington líður.
En skuggi Nixon á bandarísk stjórnmál er langur. Hann var varaforseti í tíð Eisenhower en tapaði í forsetakosningum fyrir Kennedy árið 1960. Nixon kenndi fjölmiðlum um …
Það voru rússar sem björguðu Kennedy. Snemma ársins var skotin niður bandarísk njósnaflugvél yfir Rússlandi. Flugmaðurinn bjargaðist og fór í fangelsi. Nixon, þá varaforseti, sóttist eftir að koma til Moskvu og semja um lausn hans. Krúsjeff, þá einvaldur, hafnaði því. Hann hafði áður kynnst Nixon í heimsókn í USA og fannst hann ógeðfelldur. Ef Nixon hefði tekist að semja um lausn hans þá hefði hann unnið með yfirburðum.
Hér fyrir neðan er annar sem hefur sett söguna í samhengi.
https://youtu.be/4oVpt_I9iQQ?si=rw4iZnj3QILBVBS8