Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Þórsmörk tapaði 348 milljónum – kennir samkeppni við ríkið um

Eig­andi Morg­un­blaðs­ins og prent­smiðj­unn­ar Land­sprents tap­aði tæp­um 350 millj­ón­um á síð­asta ári. Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins og fram­kvæmda­stjóri út­gáf­unn­ar, Har­ald­ur Johann­essen, seg­ir sam­keppni við RÚV og Ís­land­s­póst valda veru­legu tekjutapi.

Þórsmörk tapaði 348 milljónum – kennir samkeppni við ríkið um

Tap Þórsmerkur, móðurfélags Árvakurs, nam rúmum 348 milljónum króna á síðasta ári og versnaði um 139 milljónir frá fyrra ári. Félagið rekur meðal annars Morgunblaðið og mbl.is, auk Póstdreifingar og Landsprents.

Samkvæmt tilkynningu í Morgunblaðinu má rekja meginorsök tapsins til tölvuárásar sem raskaði starfsemi fyrirtækisins verulega. Þrátt fyrir að tekjur hafi aukist um 159 milljónir og numið alls 4.944 milljónum króna, dróst EBITDA – hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði – niður í einungis níu milljónir. 

RitstjórinnHaraldur Johannessen er bæði ritstjóri Morgunblaðsins og framkvæmdastjóri útgáfunnar.

Haraldur Johannessen, framkvæmdastjóri og ritstjóri, segir við Morgunblaðið að undirliggjandi rekstur sé áfram erfiðan og að samkeppni við ríkisrekin fyrirtæki, einkum Ríkisútvarpið og Íslandspóst, sé helsta áhyggjuefnið.

Hann telur slíka samkeppni valda verulegu tekjutapi og hvetur stjórnvöld til að endurskoða aðkomu sína að þessum rekstri.

„Þó að horft sé framhjá þeim einskiptiskostnaði sem fyrirtækið varð fyrir vegna árása tölvuþrjótanna er engu að síður ljóst að undirliggjandi rekstur er áfram mjög erfiður. Samkeppni helstu fjölmiðla hér á landi við ríkisfyrirtæki er afar þungbær,“ segir Haraldur við Morgunblaðið. 

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Birgit Braun skrifaði
    Mh...kýs fólkið kannski frekar að lesa heimildin og rúv?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár