Spurningaþraut Illuga 30. maí 2025 – Hver er pabbastúlkan? og 16 aðrar spurningar

Spreyttu þig á spurn­inga­þraut­inni.

Spurningaþraut Illuga 30. maí 2025 – Hver er pabbastúlkan? og 16 aðrar spurningar
Fyrri myndaspurning: Hvað heitir stúlkan á myndinni (þarna með föður sínum). Fornafnið hennar dugar.
Síðari myndaspurning:Hvað nefnist þessi hvalategund?
  1. Hver skrifaði bókina The Ballad of Songbirds and Snakes, sem gerist í sama heimi og Hunger Games?
  2. Harvard-háskóli í Bandaríkjunum hefur verið í sviðsljósinu vegna fjandskapar Trumps í garð skólans. Í hvaða ríki BNA er Harvard?
  3. Skólinn er einn 8 virtra háskóla sem í sameiningu eru gjarnan kallaðir ... hvað?
  4. Hvaða bandaríska söngkona varð heimsfræg með laginu „bad guy“ árið 2019?
  5. Hvaða vinsæla sjónvarpssería fyrir 20 árum hófst með því að farþegaþota hrapaði á eyðieyju í Suðurhöfum? (Svo kom reyndar í ljós að þetta var ekki endilega eyðieyja.)
  6. Hvað er stærsta landlukta ríki heims, það er að segja á hvergi land að sjónum?
  7. Hvað þýðir „fomo“ í unglingaslangri, að minnsta kosti erlendis?
  8. Hvað þarf maður að spila á mörgum höggum undir pari í golfi til að fá „albatross“?
  9. Einn sjófugl við Ísland er skyldur fuglinum albatrossi en hvergi nærri eins stór. Hvaða fugl er það?
  10. Bretar skiptu oft um forsætisráðherra á tímabili. Hver tók við af Liz Truss árið 2022?
  11. Hvaða ríki er nú heimsmeistari í fótbolta karla?
  12. Hvar fór síðasta HM karla fram?
  13. Hvað heitir sjónvarpsstöðin sem hingað til að minnsta kosti hefur tengst Sósíalistaflokknum?
  14. Í hvaða landi er skarð sem nefnist Thermopylae, stundum nefnt Laugaskörð á íslensku?
  15. Hvaða jökull er næstur höfuðborgarsvæðinu á Íslandi?
Svör við mynda spurningum:
Stúlkan heitir Hailie (dóttir Eminem sem oft söng um hana). Á seinni myndinni er háhyrningur.
Svör við almennum spurningum:
1.  Suzanne Collins.  —  2.  Massachusetts.  —  3.  Ivy League.  —  4. Billie Eilish. —  5. Lost.  —  6.  Kasakstan.  —  7.  Fear of Missing Out. Ótti við að missa af einhverju.  —  8.  Þremur.  —  9.  Stormsvala. Sæsvala gengur líka.  —  10. Rishi Sunak.  —  11.  Argentína.  —  12.  Katar.  —  13.  Samstöðin.  —  14.  Grikklandi.  —  15.  Þórisjökull (suðvestur af Langjökli).
Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár