Andófsmenn skipa öll sæti framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins

Öll ný­kjör­in fram­kvæmda­stjórn Sósí­al­ista­flokks­ins var á hinum svo­kall­aða tossal­ista sem dreift var fyr­ir að­al­fund flokks­ins af þeim sem studdu hall­ar­bylt­ingu. Sund­urlið­að­ar nið­ur­stöð­ur kosn­ing­anna voru birt­ar í morg­un.

Andófsmenn skipa öll sæti framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins
Aðalfundur Sósíalistaflokksins var haldinn í húsnæði flokksins í Bolholti um helgina. Mynd: Golli

Gríðarlegar sviptingar urðu um helgina á stjórn Sósíalistaflokksins þar sem hópur fólks úr grasrótinni bauð sig fram til höfuðs þeim sem höfðu farið með völd í flokknum síðastliðin ár. Gunnar Smári Egilsson, stofnandi flokksins og formaður framkvæmdastjórnar til átta ára, hlaut ekki kjör í framkvæmdastjórn.

Á aðalfundinum var meðal annars kosið í framkvæmdastjórn, málefnastjórn og kosningastjórn. Um einstaklingskjör var að ræða en mikill hiti var í flokksmönnum fyrir fundinn. Þannig var svokölluðum tossalista – „Leiðbeiningum til að styðja við grasrótarendurreisn Sósíalistaflokksins“ – dreift fyrir fundinn. 

Þar kom fram að „mikilvægast“ á dagskránni væri kosning í stjórnirnar. Síðan voru birt nöfn þeirra sem æskilegt væri að kjósa, fyrir þá sem styddu endurreisn grasrótarinnar. 

Sósíalistaflokkurinn birti sundurliðaðar niðurstöður á vef sínum í morgun þar sem má sjá í heild sinni þá sem náðu kjöri í stjórnirnar og í hvaða röð. Athygli vekur hversu líkir þeir eru áðurnefndum lista. 

Níu fulltrúar voru kjörnir í framkvæmdastjórn sem aðalstjórnarmenn:

  1. Bergljót Tul Gunnlaugsdóttir
  2. Guðbergur Egill Eyjólfsson
  3. Hallfríður Þórarinsdóttir
  4. Hjálmar Friðriksson
  5. Jón Ferdínand Estherarson
  6. Karl Héðinn Kristjánsson
  7. Sæþór Benjamín Randalsson
  8. Sigrún Unnsteinsdóttir
  9. Þorvaldur Þorvaldsson

Fjórir fulltrúar voru kjörnir í framkvæmdastjórn sem varamenn í stjórn:

  1. Marzuk Ingi Lamsiah Svanlaugar
  2. Rósa Guðný Arnardóttir
  3. Sigurjón Ármann Björnsson
  4. Sigurrós Eggertsdóttir

Listi andófsmanna sem var dreift

Allir sem náðu kjöri sem aðalmenn í málefnastjórn eru á ofangreindum lista og í sömu röð, en röðun varamanna er önnur. Þá eru efstu tvær á ofangreindum lista samhljóða endanlegum niðurstöðum, en annað fólk á listanum náði kjöri þó röð þeirra sé önnur.

Kosningastjórn var sömuleiðis skipuð öllum þeim aðalmönnum sem andófsmenn höfðu mælt með að yrðu kjörnir. 

Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi og forseti borgarstjórnar, hlaut kjör sem pólitískur leiðtogi flokksins en hún sagði sig hins vegar af sér því embætti eftir að niðurstöðurnar voru ljósar: „Í ljósi aðdragandans að þeim breytingunum sem síðar urðu á aðalfundi Sósíalistaflokks Íslands hef ég tekið þá ákvörðun að segja mig frá trúnaðarstörfum í innra starfi flokksins. Ég verð áfram skráð í flokkinn og mun beina öllum mínum kröftum að starfi mínu sem oddviti borgarstjórnarflokksins. Mitt helsta markmið í lífinu er að vinna gegn efnahagslegu óréttlæti,“ skrifaði hún á Facebook í kjölfarið. 

Hinn listinn

Sanna hefur stutt Gunnar Smára og birti hún á Facebook-síðu sinni fyrir aðalfundinn lista yfir hvernig hún myndi kjósa. Báðar fylkingar höfðu því dreift nafnalistum með „sínu fólki.“

Hér er listinn yfir þá sem Sanna sagðist ætla að kjósa í framkvæmdastjórn:

1. Sara Stef Hildar

2. Kári Jónsson

3. Gunnar Smári Egilsson

4. Margrét Pétursdóttir

5. Laufey Líndal Ólafsdóttir

6. Jón Hallur Haraldsson

7. Ragnheiður Guðmundsdóttir

8. Þorsteinn Bergsson

9. Hákon Leifsson

Til vara:

1. Kolbrún Valvesdóttir

2. Luciano Dutra

3. Haraldur Ingi Haraldsson

4. Védís Guðjónsdóttir

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • BÞS
    Bessi Þór Sigurðarson skrifaði
    Maður veit nú sáralítið um nokkurt þeirra sem nú mynda stjórnina; og hvað annað einkennir þau en gremja í garð þeirra sem hafa haft völdin innan flokksins. Framtíðin er óviss.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Fólki sparkað úr landi fyrir að verja stjórnarskrána
1
Fréttir

Fólki spark­að úr landi fyr­ir að verja stjórn­ar­skrána

Banda­ríkja­stjórn bann­aði Har­vard-há­skóla að taka við er­lend­um nem­end­um síð­ast­lið­inn fimmtu­dag með nýrri til­skip­un en Har­vard hef­ur kært ákvörð­un­ina og seg­ir hana skýrt brot gegn fyrsta við­auka stjórn­ar­skrár­inn­ar um tján­ing­ar­frelsi. Bráða­birgða­lög­bann hef­ur ver­ið sett á til­skip­un­ina. „Hægt og ró­lega er­um við að sjá fall Banda­ríkj­anna," seg­ir Gunn­hild­ur Fríða Hall­gríms­dótt­ir, sem er að út­skrif­ast úr há­skól­an­um.
Sýnin aldrei skoðuð af óháðum sérfræðingum
6
Fréttir

Sýn­in aldrei skoð­uð af óháð­um sér­fræð­ing­um

Embætti land­lækn­is tókst ekki að fá óháð­an er­lend­an að­ila til að end­ur­skoða sýni í kjöl­far al­var­legra mistaka sem voru gerð við grein­ingu sýna á Leit­ar­stöð Krabba­meins­fé­lags­ins ár­ið 2018. „Eng­inn að­ili hafði bol­magn til að taka á móti svo mörg­um sýn­um og af­greiða með skjót­um hætti,“ seg­ir í svari land­lækn­is við fyr­ir­spurn Heim­ild­ar­inn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einhverfir á vinnumarkaði: Starfsmannaskemmtanir bara ólaunuð yfirvinna
1
Úttekt

Ein­hverf­ir á vinnu­mark­aði: Starfs­manna­skemmt­an­ir bara ólaun­uð yf­ir­vinna

Í at­vinnu­aug­lýs­ing­um er gjarn­an kraf­ist mik­illa sam­skipta­hæfi­leika, jafn­vel í störf­um þar sem þess ekki er þörf. Þetta get­ur úti­lok­að fólk, til að mynda ein­hverfa, sem búa yf­ir öðr­um mik­il­væg­um styrk­leik­um. Bjarney L. Bjarna­dótt­ir gerði tíma­mót­a­rann­sókn á þessu og legg­ur áherslu á að at­vinnu­rek­end­ur efli fötl­un­ar­sjálfs­traust.
Var krabbamein í sýninu?
2
Viðtal

Var krabba­mein í sýn­inu?

Bylgja Babýlons uppist­and­ari seg­ir ým­is­legt benda til að hún hafi feng­ið ranga grein­ingu úr skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini hjá Krabba­meins­fé­lag­inu ár­ið 2018 líkt og fleiri kon­ur. Hún greind­ist með krabba­mein rúm­um tveim­ur ár­um síð­ar. „Ég vil bara vita hvort það liggi ein­hvers stað­ar sýni úr mér á Ís­landi frá ár­inu 2018 merkt „hreint“ þeg­ar það er í raun og veru krabba­mein í því.“
„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
3
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.

Mest lesið í mánuðinum

Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár