Segir orka tvímælis ef Samstöðin er rekin fyrir fé ætlað stjórnmálastarfsemi

Hauk­ur Arn­þórs­son stjórn­sýslu­fræð­ing­ur seg­ir Sam­stöð­ina verða að ákveða hvort hún sé fjöl­mið­ill Sósí­al­ista­flokks­ins, og geti þá not­að fé frá op­in­ber­um að­il­um ætl­að stjórn­mála­starf­semi, eða hvort hún sé al­menn­ur fjöl­mið­ill.

Segir orka tvímælis ef Samstöðin er rekin fyrir fé ætlað stjórnmálastarfsemi
Bolholtið Aðalfundur Sósíalistaflokksins var haldinn á laugardaginn í húsnæðinu sem hann deilir með Samstöðinni. Mynd: Golli

Stjórnsýslufræðingurinn Haukur Arnþórsson segir að það orki tvímælis ef Sósíalistaflokkurinn rekur Samstöðina fyrir styrktarfé frá ríki eða sveitarfélögum sem ætlað sé til stjórnmálastarfsemi. 

„Samstöðin verður að ákveða hvort hún er fjölmiðill Sósíalistaflokksins og merkir efni sitt þannig og getur þá notað fé frá opinberum aðilum sem ætlað er til stjórnmálastarfsemi – eða hvort hún er almennur fjölmiðill, en þá getur hún ekki notað fé af þeim uppruna til að fjármagna sig,“ skrifaði hann inn á Rauða þráðinn, umræðuvettvang Sósíalista á Facebook, snemma í morgun. 

Efni þyrfti að vera merkt flokknum

Máli sínu til stuðnings vísar Haukur til laga um starfsemi stjórnmálaflokka. En hann segir að þau reikni með því að féð renni aðallega til kosningabaráttu vegna alþingis- og sveitarstjórnarkosninga. „Engu að síður má nota féð til að birta efni [eða auglýsingar] í tengslum við stjórnmálabaráttu – og virðist fjárhagslegur stuðningur flokksins við Samstöðina því vera í takt við lögin.“ 

Þessu fylgi þó það skilyrði að við birtingu efnisins eigi að koma fram að það sé birt á vegum flokksins.

„Þannig eiga áhorfendur rétt á að vita að um pólitíska tjáningu ákveðins stjórnmálaflokks sé að ræða – og varðar sektum að gera ekki grein fyrir því. Þannig að ef Samstöðin er rekin fyrir fé sem ætlað er til stjórnmálastarfsemi þarf hún að gera áhorfendum grein fyrir því að útsendingin sé efni frá Sósíalistaflokknum. Ég hef ekki orðið var við að hún geri það, miklu heldur segist stöðin vera almennur fjölmiðill sem leitar eftir kostun áskrifenda/styrktaraðila,“ skrifar Haukur. 

„Ef Samstöðin er rekin fyrir fé sem ætlað er til stjórnmálastarfsemi þarf hún að gera áhorfendum grein fyrir því að útsendingin sé efni frá Sósíalistaflokknum“
Haukur Arnþórsson

Helmingur ríkisframlagsins fer í Samstöðina

Það er Alþýðufélagið sem heldur utan um eignarhald Samstöðvarinnar. En Sósíalistaflokkurinn hefur fjármagnað útsendingar Samstöðvarinnar með því að veita ríkisstuðningi sem flokkurinn fær inn í Alþýðufélagið. Styrkinn fær flokkurinn á grundvelli fylgis í alþingiskosningum og er greiddur úr ríkissjóði.

Þar til á síðasta ári var ríkisframlaginu skipt í tvennt á milli tveggja félaga – Vorstjörnunnar og Alþýðufélagsins. En upphæð styrksins nam 22,6 milljónum árið 2025. Ákvörðunin að ráðstafa fé flokksins með þessum hætti var tekin á aðalfundi Sósíalistaflokksins 2021. 

Í kjölfar aðalfundar Alþýðufélagsins í síðasta mánuði ræddi Heimildin við Karl Héðinn Kristjánsson, forseta Roða –ungliðahreyfingar Sósíalistaflokksins og nýkjörinn meðlim í framkvæmdastjórn flokksins. „Áður greiddi Sósíalistaflokkurinn styrkinn inn í Alþýðufélagið en núna fer styrkurinn beint inn í Samstöðina,“ sagði Karl Héðinn og tiltók að þetta fyrirkomulag hefði verið við lýði frá því í fyrra.

Stefnubreyting hjá Samstöðinni

Tók Karl Héðinn fram að þegar samþykkt var árið 2021 að Sósíalistaflokkurinn myndi setja fé í Samstöðina og Alþýðufélagið hefði það verið gert undir þeim formerkjum að það þyrfti bráðnauðsynlega fjölmiðil sem talaði út frá sjónarhorni og hagsmunum alþýðunnar og verkafólks. Tónninn hefði þó breyst gríðarlega nýlega.

„Það er svona gengið út frá því að í fyrsta lagi eigi Samstöðin alls ekki að vera málgagn Sósíalistaflokksins og eiginlega heldur ekki að vera afgerandi skýrt í stuðningi við verkafólk og hagsmunabaráttu þess.“

Karl Héðinn sagði að Gunnar Smári Egilsson, sem er ritstjóri Samstöðvarinnar, hefði talað á þessum nótum í dálítinn tíma. En sjálfum þætti Karli Sósíalistar ekki vera að fá það fyrir sinn snúð sem flokkurinn hafi lagt í fjölmiðilinn. 

Gunnar Smári ekki lengur í stjórn flokksins

Um helgina urðu gríðarlegar sviptingar á stjórn Sósíalistaflokksins þar sem hópur fólks úr grasrótinni – þar á meðal Karl Héðinn– bauð sig fram til höfuðs þeim sem höfðu farið með völd í flokknum síðastliðin ár. Gunnar Smári, stofnandi flokksins og formaður framkvæmdastjórnar til átta ára, hlaut ekki kjör í framkvæmdastjórn.

Talverð ólga hefur ríkt eftir að þessar niðurstöður voru kunngjörðar. Til dæmis sagði Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi og forseti borgarstjórnar, af sér sem pólitískur leiðtogi flokksins og tilkynnti að hún hygðist ekki lengur gegna trúnaðarstörfum í innra starfi flokksins. Þá sagði María Lilja Ingveldar-Þrastardóttir Kemp, blaðamaður á Samstöðinni, sig úr flokknum. 

Því mun tíminn leiða í ljós hvað framtíð Samstöðvarinnar ber í skauti sér, en ljóst er að það hefur andað köldu á milli Gunnars Smára og hinnar nýju forystu Sósíalistaflokksins.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Einhverfir á vinnumarkaði: Starfsmannaskemmtanir bara ólaunuð yfirvinna
1
Úttekt

Ein­hverf­ir á vinnu­mark­aði: Starfs­manna­skemmt­an­ir bara ólaun­uð yf­ir­vinna

Í at­vinnu­aug­lýs­ing­um er gjarn­an kraf­ist mik­illa sam­skipta­hæfi­leika, jafn­vel í störf­um þar sem þess ekki er þörf. Þetta get­ur úti­lok­að fólk, til að mynda ein­hverfa, sem búa yf­ir öðr­um mik­il­væg­um styrk­leik­um. Bjarney L. Bjarna­dótt­ir gerði tíma­mót­a­rann­sókn á þessu og legg­ur áherslu á að at­vinnu­rek­end­ur efli fötl­un­ar­sjálfs­traust.
Fólki sparkað úr landi fyrir að verja stjórnarskrána
2
Fréttir

Fólki spark­að úr landi fyr­ir að verja stjórn­ar­skrána

Banda­ríkja­stjórn bann­aði Har­vard-há­skóla að taka við er­lend­um nem­end­um síð­ast­lið­inn fimmtu­dag með nýrri til­skip­un en Har­vard hef­ur kært ákvörð­un­ina og seg­ir hana skýrt brot gegn fyrsta við­auka stjórn­ar­skrár­inn­ar um tján­ing­ar­frelsi. Bráða­birgða­lög­bann hef­ur ver­ið sett á til­skip­un­ina. „Hægt og ró­lega er­um við að sjá fall Banda­ríkj­anna," seg­ir Gunn­hild­ur Fríða Hall­gríms­dótt­ir, sem er að út­skrif­ast úr há­skól­an­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einhverfir á vinnumarkaði: Starfsmannaskemmtanir bara ólaunuð yfirvinna
1
Úttekt

Ein­hverf­ir á vinnu­mark­aði: Starfs­manna­skemmt­an­ir bara ólaun­uð yf­ir­vinna

Í at­vinnu­aug­lýs­ing­um er gjarn­an kraf­ist mik­illa sam­skipta­hæfi­leika, jafn­vel í störf­um þar sem þess ekki er þörf. Þetta get­ur úti­lok­að fólk, til að mynda ein­hverfa, sem búa yf­ir öðr­um mik­il­væg­um styrk­leik­um. Bjarney L. Bjarna­dótt­ir gerði tíma­mót­a­rann­sókn á þessu og legg­ur áherslu á að at­vinnu­rek­end­ur efli fötl­un­ar­sjálfs­traust.
Var krabbamein í sýninu?
2
Viðtal

Var krabba­mein í sýn­inu?

Bylgja Babýlons uppist­and­ari seg­ir ým­is­legt benda til að hún hafi feng­ið ranga grein­ingu úr skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini hjá Krabba­meins­fé­lag­inu ár­ið 2018 líkt og fleiri kon­ur. Hún greind­ist með krabba­mein rúm­um tveim­ur ár­um síð­ar. „Ég vil bara vita hvort það liggi ein­hvers stað­ar sýni úr mér á Ís­landi frá ár­inu 2018 merkt „hreint“ þeg­ar það er í raun og veru krabba­mein í því.“
„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
4
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu